Febrúarkorn

Febrúar var sem kunnugt er í kaldara lagi á landinu - alla vega miðað við það sem tíðast hefur verið á síðari árum. Ísland var reyndar eitt fárra landa í heiminum þar sem hiti var undir meðallagi (gott ef svipað var ekki í Mongólíu - en ekki mikið víðar).

w-blogg120324a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins við norðanvert Atlantshaf í febrúar (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik (litir). Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og bláu svæðin segja okkur hvar þykktin (og þar með hitinn) var neðan meðallags (1981-2010) í mánuðinum. Þetta er smábleðill í kringum Ísland - annars er hiti víðast ofan meðallags, meir en 80 metra þar sem mest er (u.þ.b. +4 stig). 

Ástæða „kuldans“ er sú að norðanáttir voru heldur tíðari í mánuðinum heldur en vant er og loft af norrænum uppruna ívið tíðara við landið en venjulega í febrúar. 

Á þessum síðustu (og verstu) tímum er allt í einu farið að tala illa um hita og hlýindi og það svo að maður getur rétt eins búist við að heyra þá athugasemd almannaróms að máttarvöld hafi í þessum mánuði haldið sérstakri verndarhendi sinni yfir landinu og nágrenni þess - og forðað því frá illu. 

Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 


Bloggfærslur 12. mars 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1973
  • Frá upphafi: 2350842

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1760
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband