Fjórðihlýjasti veturinn (í byggðum landsins)

Fyrir mánuði fjölluðum við um landsmeðalhita alþjóðavetrarins (desember til febrúar). Nú er komið að veðurstofuvetrinum (desember til mars). - Svo verður það vonandi íslenski veturinn (vetrarmisserið forna).

En þetta var hlýr vetur. Reiknast sá fjórðihlýjasti í byggðarhitaröð hungurdiska. 

Vetrarhiti í byggðum landsins

Fjórir hlýjustu veturnir skera sig nokkuð úr á myndinni. Hlýjastur var 1964 (2,2 stig), síðan 1929 (2,0 stig), 2003 (2,0 stig) og loks 2017 (1,7 stig). Nokkuð langt er í þá næstu þar fyrir neðan, 1972 og 2006 (1,1 stig). 

Langkaldastur var veturinn 1880 til 1881 (-9,6 stig) - svo langt fyrir neðan aðra að slíta þurfti lóðrétta ásinn á línuritinu í sundur til að koma honum inn. Næstkaldastur (á þessu tímabili var svo 1874 (-4,3 stig).

Vetrarhlýindi segja víst lítið um framhaldið - það er jafn óráðið og venjulega. 


Bloggfærslur 1. apríl 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júní 2017
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • Þriðjungamörk júníhita í Reykjavík
 • Hitabylgjur - árssummur
 • Hitabylgjuvístala - hæstu gildi einstaka daga
 • Hitabylgjuvístala - árstíðasveifla (meðaltal)
 • w-blogg200617a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.6.): 370
 • Sl. sólarhring: 651
 • Sl. viku: 3450
 • Frá upphafi: 1454399

Annað

 • Innlit í dag: 328
 • Innlit sl. viku: 2923
 • Gestir í dag: 317
 • IP-tölur í dag: 302

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband