Einkunn sumarsins 2016 í Reykjavík

Ritstjóri hungurdiska hefur nú reiknađ sumareinkunn Reykjavíkur á sama hátt og undanfarin ár. Leggja verđur áherslu á ađ hér er um leik ađ rćđa en ekki endanlegan dóm, enda smekkur misjafn. Ađferđinni er lauslega lýst í viđhengi, ţar er einnig listi um einkunn einstakra mánađa og ára.

Sumariđ 2016 kemur mjög vel út í Reykjavík - eins og sjá má á línuritinu.

Sumareinkunn í Reykjavík 1923 til 2016

Lárétti ásinn sýnir tíma - sá lóđrétti sumareinkunn. Hćsta mögulega einkunn er 48, en sú lćgsta núll. Sumariđ 2009 fćr hćstu einkunnina, 41, en sumrin 1928 og 1931 fylgja fast á eftir. Öll sumur áranna 2007 til 2012 eru međ meira en 35 í einkunn. Ţetta tímabil er einstakt. Sumariđ 1983 er á botninum.

Mikil umskipti urđu 2013. Ţá kom hraklegasta sumar í Reykjavík í 20 ár. Sumariđ 2014 ţótti einnig fá heldur laka einkunn - ţó náđi hún međallagi áranna 1961 til 1990 (20).

En sumariđ í sumar er međ 33 í einkunn - hefđi talist međ bestu sumrum á kalda skeiđinu 1965 til 1995 - og í góđum hóp á hlýskeiđi fyrr á öldinni - en jafnast ekki alveg á viđ öndvegissumrin 2007 til 2012.

Rauđi ferillinn sýnir 10-ára međaltöl og tímabilaskiptingin kemur vel fram.


Nördin huga ađ viđhenginu.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Sumardagafjöldi 2016

Ritstjórinn telur nú sumardaga ársins 2016 í Reykjavík og á Akureyri - rétt eins og gert hefur veriđ áđur. Ţeir sem vilja forvitnast um skilgreiningar verđa ađ leita í gömlum pistlum - en hér eru niđurstöđur - og samanburđur - á myndum.

Fyrst Reykjavík.

Sumardagar 1949 til 2016 Reykjavík

Sumardagarnir 2016 reynast vera 35 í Reykjavík - ţađ er hátt í ţrefalt međaltal áranna 1961 til 1990 (grá strikalína sem nćr ţvert yfir línuritiđ), og einum degi fleira en međalsumardagafjöldi á ţessari öld (2001 til 2015). Ţetta verđur ađ teljast mjög viđunandi - alla vega langt yfir almennri flatneskju kalda tímabilsins sem miđaldra og eldri lesendur muna svo vel. - En auđvitađ líka nokkru fćrri en í mestu öndvegissumrum árabilsins 2003 til 2012.

Fyrsti sumardagurinn (í ţessum skilningi) kom strax 3. júní. Ţeir urđu ţó ekki nema fimm í júní. Júlísumardagarnir voru 17 - og í ágúst voru ţeir 13. Sumardagalíkur eru ekki miklar í Reykjavík í september - en koma ţó stöku sinnum - ef - ţá gjarnan fleiri en einn.

Á Akureyri eru sumardagarnir líka mjög nćrri međaltali aldarinnar, tveimur fćrri reyndar en ţađ međaltal segir til um.

Sumardagar 1949 til 2016 Akureyri

Sumardagarnir á Akureyri teljast 43 fram til ţessa í ár. Međaltaliđ 1961 til 1990 er 35, en međaltal ţessarar aldar 45. Sumariđ í fyrra (2015) leit sérlega illa út ţegar ritstjóri hungurdiska birti talninguna ţá í byrjun september, en september halađi sumariđ af botninum - úr neđsta sćti upp í ţađ ţriđja neđsta eins og sjá má á ţessari mynd.

Sumardagarnir urđu 5 í maí í ár á Akureyri, júní var bestur og skilađi 17 dögum, júlí 10 og ágúst 13. Hugsanlega verđur lokatalan hćrri ţví ađ međaltali koma 5 sumardagar á Akureyri eftir 1. september. - Annars er aldrei á vísan ađ róa, ţađ hefur gerst 6 sinnum ađ enginn sumardagur hefur skilađ sér í september á Akureyri.

Lesendur ćttu ađ hafa í huga ađ sumrinu er formlega ekki lokiđ og eru ađ venju beđnir um ađ taka talninguna ekki alvarlega - hún er leikur.

Ritstjórinn mun á nćstunni líka reikna sumarvísitölur ársins 2016 rétt eins og síđustu ár. Hvađ skyldi koma út úr ţeim reikningum?

Tengill á pistil ţar sem finna má sumardagaskilgreininguna.


Bloggfćrslur 3. september 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 1835
  • Frá upphafi: 2350571

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1638
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband