Kólnar á Vestur-Grænlandi (og dálítið hérna líka)

Eins og fram hefur komið í fréttum var nýtt júníhitamet sett á Grænlandi á dögunum. Hiti mældist 24,8 stig á Nuukflugvelli og sló eldra met, 23,2 stig, sem sett var í Syðri-Straumfirði 2014. Grænlandsmetagrunnur dönsku veðurstofunnar nær að vísu aðeins aftur til 1958 - fyrir þann tíma voru stöðvar fáar - og mjög fáar á metavænum stöðum landsins. 

Gamalt met, 30,1 stig, frá Ivigtut 23. júní 1915, þykir mjög vafasamt - og er það - en aldrei að vita. 

En nú er snarpur kuldapollur á leið úr norðri til suðurs við Vestur-Grænland - hann sést vel á spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.12 á miðvikudag (15. júní).

w-blogg140616a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar en þykktin sýnd með litum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli gulu og grænu litanna er við 5460 metra - þykktin yfir Íslandi er lítillega minni, alveg við meðaltal júnímánaðar, en hefur verið yfir meðaltali í mánuðinum fram að þessu. 

Mjög kalt er í pollinum við Vestur-Grænland, þar rétt sést í 5160 metra litinn - ekki alveg óþekktur hér við land í júní - en mjög, mjög óvinsæll og óæskilegur. Minnsta þykkt sem mælst hefur yfir Keflavíkurflugvelli í júní er 5180 metrar. 

Annar kuldapollur, minni, er fyrir norðaustan land, hann á að færast heldur nær á fimmtudaginn - en síðan að hörfa aftur - og þá fyrir tilverknað sunnanáttar sem fylgir austurjaðri Grænlandspollsins. 

Sumar spár gera svo ráð fyrir því að kuldinn vestan Grænlands „verpi eggi“ sem þá myndi fara til suðurs austur af Labrador og búa til fóður í mikla lægð suðvestur í hafi. Það yrði athyglisverð þróun - sem gæti haft veruleg áhrif hér á landi - en allt of snemmt er að ræða í smáatriðum. 


Bloggfærslur 14. júní 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1930
  • Frá upphafi: 2350799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1724
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband