Nóvemberhámörk - nokkrir nördamolar

Hlýtt hefur verið á landinu í dag (mánudag 7. nóvember) - en ekki samt nálægt mánaðarhitametum nema á nýlegum stöðvum. Hæsti hiti dagsins á landinu mældist 17,9 stig, á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. 

Hiti hefur hæst komist í 23,2 stig hér á landi í nóvember. Það var þann 11. árið 1999 að sá ótrúlegi árangur náðist á sjálfvirku stöðinni á Dalatanga - mannaða stöðin mældi þá 22,6 stig. Í sömu hitabylgju fór hámarkið einnig yfir 20 stig á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað - á síðarnefnda staðnum bæði á sjálfvirku og mönnuðu stöðinni. Rúmri viku síðar, þann 19. nóvember 1999 fór hiti aftur í 20 stig á Seyðisfirði og þá einnig á Sauðanesvita vestan Siglufjarðar. 

Þessi tilvik 1999 voru þau fyrstu opinberlega skráðu með meira en 20 stiga hita í nóvember á Íslandi. Síðan hefur tvö tilvik bæst við, á báðum stöðvum á Skjaldþingsstöðum þann 8. nóvember 2011 og á Dalatanga 26. nóvember 2013. Um nákvæmlega þetta hafa hungurdiskar fjallað áður, bæði 2011 og 2013 - flett-flett. 

En - svo er það nokkuð umtalað tilvik frá Kvískerjum í Öræfum frá 1971 - fréttin er úr Þjóðviljanum þann 25. en birtist einnig í öðrum blöðum:

kvisker_23-stig-1971-nov-thjodviljinn2511

Textinn verður læsilegri sé myndin stækkuð. Þeir sem nenna að fletta listanum í viðhenginu komast að því að fáeinar stöðvar eiga sitt nóvemberhitamet þennan dag - 24. 1971 - og japanska endurgreiningin segir þykktina hafa verið í hæstu hæðum - meir en 5580 m yfir landinu suðaustanverðu.

jra-55_nat_gh500_gh500-1000_1971112406_00

Já, það hefði verið athyglisvert að hafa sjálfvirku stöðvarnar sem nú eru í Kvískerjum í nóvember 1971. 

Í viðhenginu er eins og áður sagði nóvemberstöðvametalisti (ekki alveg skotheldur kannski) og einnig má finna þar stöðuna á frostleysulista haustsins - enn er slatti af stöðvum frostlaus fram til þessa í haust.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 8. nóvember 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1285
  • Frá upphafi: 2351070

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1107
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband