Fyrstu tíu dagar nóvembermánaðar

Meðalhiti fyrstu tíu daga nóvembermánaðar er +2,9 stig í Reykjavík. Það er -0,2 stigum neðan meðallags sömu daga 1991-2020 og -0,7 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 16. hlýjasta sæti (af 23 á öldinni). Hlýjast var 2004, meðalhiti þá +6,1 stig, en kaldast 2010, meðalhiti +0,1 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 60. sæti (af 150). Hlýjast var 1945, meðalhiti þá +8,2 stig, en kaldast var 1899, meðalhiti -3,7 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú +0,1 stig. Það er -1,4 stigum neðan meðaltals 1991-2020 og -1,7 neðan meðaltals síðustu tíu ára.
 
Að tiltölu hefur nú verið einna hlýjast á Suðausturlandi, þar raðast hiti i 9. hlýjasta sæti aldarinnar, en kaldast hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem hiti raðast í 17. hlýjasta sætið.
 
Jákvætt vik (miðað við síðustu tíu ár) hefur verið mest á Fagurhólsmýri, +1,8 stig, en neikvætt vik er mest á Brúsastöðum í Vatnsdal, -2,8 stig.
 
Óvenjuþurrt hefur verið um landið sunnan- og vestanvert. Úrkoma í Reykjavík hefur mælst aðeins 2,8 mm. Það hefur alloft gerst áður að úrkoma hefur mælst svo lítil fyrstu tíu daga nóvembermánaðar, síðast árið 2013, þegar hún var engin. Þá haugrigndi hins vegar síðdegis þann 10, - mælt þann 11. Í 10 skipti önnur mældist úrkoma minni en nú í Reykjavík fyrstu 10 daga nóvember.
 
Á Akureyri hefur úrkoma nú mælst 16,3 mm sem er um 70 prósent meðalúrkomu. Austur á landi er úrkoma ofan meðallags.
 
Sólskinstundir hafa mælst 37,8 í Reykjavík, 21 stund fleiri en í meðalári og hafa aðeins tvisvar mælst fleiri sömu daga (1996 og 1984). Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 15,3, 7 fleiri en í meðalári.
 
Almennt má segja að vel hafi farið með veður það sem af er mánuði að slepptu ísingarveðri austanlands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 74
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 1900
  • Frá upphafi: 2353102

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1703
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband