Ekki algengt

Eftirtektarsamur veðuráhugamaður benti ritstjóra hungurdiska á að hæsti hámarkshiti landsins í dag (13.júní) hafi mælst við Upptyppinga (23,6 stig). Það er ekki oft sem hæsta hámark dagsins er að finna í óbyggðum á hálendinu. Hefur aðeins tvisvar átt sér stað síðustu 25 árin (lausleg athugun ritstjóra hungurdiska). Það var 24. júlí 2013 að hiti fór í 25,9 stig í Veiðivatnahrauni - held það sé hæsti hiti sem mælst hefur í óbyggðum - og síðan einnig við Eyjabakka 12. febrúar 2017 - afskaplega sérstakt landshitamet febrúarmánaðar. Um bæði tilvikin má lesa á bloggi hungurdiska. Síðan gerist þetta í dag - og reyndar mjög í samræmi við spár reiknilíkana. 

Veðurstöðin Upptyppingar er í 563 m hæð yfir sjávarmáli,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 74
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 1900
  • Frá upphafi: 2353102

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1703
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband