Fyrstu 20 dagar júlímánaðar

Meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar er 10,6 stig í Reykjavík. Það er -0,8 stigum neðan meðallags sömu daga áranna 1991-2020 og -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 19. hlýjasta sæti aldarinnar (af 22) - eða fjórðalægsta kjósi menn fremur að orða það þannig. Hlýjastir voru þessir sömu dagar 2009, meðalhiti þá 13,5 stig, en kaldastir 2018, meðalhiti 9,9 stig. Á langa listanum er hiti nú í 91. sæti (af 150). Hlýjast var 2009, en kaldast 1885, meðalhiti þá 8,2 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 júlídagana 11,2 stig, er það +0,4 stigum ofan meðallags 1991 til 2020, en -0,1 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Sem fyrr er að tiltölu kaldast við Faxaflóa. Þar raðast hitinn í 16. sæti aldarinnar. Hlýjast er sem fyrr á Suðausturlandi, þar er hiti í 6. hlýjasta sæti.
 
Á einstökum stöðvum er neikvæða vikið mest í Bláfjallaskála, -1,3 stig, en jákvætt vik er mest í Kvískerjum +0,7 stig.
 
Úrkoma hefur mælst 26,8 mm í Reykjavík og er það um 20 prósent minna en að meðallagi sömu almanaksdaga. Á Akureyri hefur úrkoma mælst 42,4 mm, hátt í tvöfalt meðallag.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 108,4 í Reykjavík, 11,6 stundum færri en í meðalári. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 114,1 og er það 17 stundum umfram meðallag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætlum við að ríða feitum hesti frá þessu sumri, og á það við um mestallt land! Meðalhitinn það sem af er júlí í Rvík er í 19. sæti aldarinnar, það er í fjórða lægsta sætinu. 

Samanburðurinn við lengri tíma, eða frá því að reglulegar mælingar hófust er heldur ekki beisið: í 91. sæti af 150!

Meðalhitinn í júní í ár var litlu skárri eða einnig undir meðaltalinu - og á "langa listanum" (152 ára) í 56. sæti. Þar er lengstum um að ræða samanburð við mikið kuldakast á 19. öld og seinnihluta 20. aldar. 

Einhver húmoristinnn sagði að alltaf erum við Íslendingar skildir útundan, nú í hamfarahlýnunni miðri! Orð að sönnu ...

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.7.2022 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 1870
  • Frá upphafi: 2353170

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 1686
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband