Smávegis af september (og sumrinu)

Við lítum hér á byggðahitann í september, í sumar og fyrstu 9 mánuði ársins og berum saman við fyrri tíð. September var fremur svalur - miðað við það sem algengast hefur verið á öldinni. Byggðahitinn var -1,4 stigum neðan meðaltals síðustu tíu ára, var síðast svipaður árið 2018. 

w-blogg300920a

Á meðalhitalista sem nær aftur til 1874 raðast hiti mánaðarins í 85. til 87.sæti (af 146). Á landsvísu var september 1941 hlýjastur á þessum tíma, en 1918 kaldastur. 

w-blogg300920b

Sumarið (sem að hætti Veðurstofunnar nær yfir júní til september) var -0,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára en raðast í 42.hlýjasta sæti (af 147) frá 1874 - í ríflegu meðallagi. Hlýjust voru sumrin 1939 og 1941, en líka var mjög hlýtt 2014 á landinu í heild.

w-blogg300920d

Hér má sjá hvernig sumarhitinn raðast meðal annarra á öldinni. Kaldast að tiltölu var við Faxaflóa, þar er sumarið það fjórðakaldasta (af 20), en á Norðurlandi eystra var það í 11.hlýjasta sæti. 

w-blogg300920e

Sumarið 2014 er það hlýjasta hingað til á öldinni um landið norðaustan- og austanvert, en annars er það sumarið 2010 sem er í hlýjasta sætinu.

w-blogg300920f

Fleiri sumur koma við sögu á botnlistanum, 2018 á Suðurlandi, við Faxaflóa og Breiðafjörð, 2015 á Miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Vestfjörðum, 2013 var kaldast á Suðausturlandi, 2012 á Austfjörðum, en 2005 á Norðurlandi eystra. 

w-blogg300920c

Síðasta mynd dagsins sýnir meðalhita í byggðum fyrstu 9 mánuði ársins. Hann er -0,5 stigum neðan meðallags sömu mánaða síðustu tíu ár og í 37. til 38.sæti á tímabilinu aftur til 1874. Benda má á að þó hitinn nú raðist ekki sérlega ofarlega á þessari öld er hann samt hærri en hlýjustu 10 ára meðaltöl hlýskeiðsins um 1940. Hlýjastir voru sömu mánuðir 2003 og 2014. Í minni núlifandi manna voru þessir mánuðir saman langkaldastir árið 1979 og þurfti þá að fara aftur á 19.öld til að finna kaldara tímabil - og ekkert mjög mörg þá. Mestu kuldunum 1979 lauk hins vegar í lok september og drógu síðustu 3 mánuðir ársins hita þess nokkuð upp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 1832
  • Frá upphafi: 2353132

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband