Smávegis af júlí 2020

Vegna helgarinnar verða víst nokkrir dagar í hefðbundið mánaðaryfirlit Veðurstofunnar. Við tökum því smáforskot á sæluna. Mánuðurinn var í kaldara lagi - ef miðað er við aðra júlímánuði á þessari öld, víða um land er hann ýmist sá næstkaldasti á öldinni eða þriðjikaldasti. Meðalhiti í Reykjavík var 10,7 stig sem er -0,9 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,3 neðan meðaltals síðustu tíu ára. - En reyndar er hann rétt ofan meðallags áranna 1961 til 1990. 

Á röðunarlista lendir hann í 18.hlýjasta sæti (af 20) - eða þriðjakaldasta. Lítillega kaldara var í Reykjavík í júlí 2018 og 2002. Hlýjast var auðvitað í fyrra, meðalhiti þá 13,4 stig - það var hlýjasti júlí allra tíma í Reykjavík, kaldast var hins vegar í júlí 1874, meðalhiti þá aðeins 8,4 stig, 2,3 stigum kaldara en nú. Svipað ástand var í júlí 1983 (eins og margir muna enn) meðalhiti aðeins 8,5 stig. 

Á Akureyri var meðalhiti nú 10,1 stig, -1,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020, en -1,3 neðan meðaltals síðustu tíu ára. 

w-blogg010820a

Taflan sýnir röðun hitans meðal júlímánaða 2001 til 2020 á spásvæðunum tíu. Á Suðausturlandi raðast hitinn við meðallag, í 16.sæti á Suðurlandi, en annars í 18. eða 19.sæti. Á svæðinu frá Breiðafirði norður og austur um til Suðausturlands, auk Miðhálendisins er júlí 2015 sá kaldasti á öldinni, en 2001 á Suðurlandi og 2002 við Faxaflóa. 

Hiti í mánuðinum var rétt ofan meðallags á fáeinum stöðvum suðaustanlands. Jákvæða vikið miðað við síðustu tíu ár var mest á Ingólfshöfða, +0,4 stig, en neikvætt vik var stærst á Vatnsskarði eystra, -2,3 stig. 

Úrkoma var í meðallagi í Reykjavík, en nokkuð ofan við á Akureyri. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 209,7, (óyfirfarnar mælingar) og er það um 30 stundum fleiri en að meðaltali síðustu tíu árin. 

Það sem var e.t.v. óvenjulegast í mánuðinum var fjöldi frostnótta á landinu, 13 talsins. Oftast var ekki frost víða hverju sinni en heildarfjöldinn verður að teljast óvenjulegur. Ný mánaðarlágmarksmet voru slegin allvíða. 

Ritstjórinn mun e.t.v. bæta fleiri upplýsingum við þennan texta um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 130
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 1162
  • Frá upphafi: 2354826

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 1036
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband