Í sumarlok

Nú er veðurstofusumrinu um það bil að ljúka, það stendur frá 1.júní til 30.september. Það var svalara en meðalsumar síðustu tíu ára, -0,7 stigum neðan meðallags. Sé miðað við lengri tíma, t.d. 1961 til 1990 var hitinn hins vegar ofan meðallags. Myndin sýnir þetta allvel.

w-blogg300918

Hér má sjá landsmeðalhita í byggð á hverju sumri frá 1874 að telja (og ágiskun nokkuð lengra aftur í tímann - en við trúum því giski rétt mátulega vel - þó að segi okkur eitthvað um innbyrðis stöðu sumra á því tímabili). Það nýliðna er þrátt fyrir allt ekki mjög neðarlega í heildarsafninu og sker sig ekki úr öðrum „köldum“ sumrum síðustu 20 ára. 

Hins vegar fela meðaltölin það breytilega veðurlag sem var í sumar. Fyrrihlutinn var sérlega sólarlítill um landið sunnan- og vestanvert, en hlýr norðaustan og austanlands. Síðari hlutinn var hins vegar fremur svalur, en þá skein sól um landið suðvestanvert en þungbúnara og úrkomusamara var á Norðausturlandi. 

röðspásvárvik  
1812018-1,3 Suðurland
1822018-1,1 Faxaflói
1732018-1,0 Breiðafjörður
1542018-0,7 Vestfirðir
1152018-0,3 Strandir og Norðurland vestra
9620180,2 Norðurland eystra
8720180,3 Austurland að Glettingi
1582018-0,4 Austfirðir
1892018-1,1 Suðausturland
13102018-0,4 Miðhálendið

Taflan sýnir meðalhitavik (miðað við síðustu tíu ár) í einstökum landshlutum (spásvæðum) og röð sumarsins á hitalista þessarar aldar. Við sjáum að vikin eru alls staðar neikvæð nema á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Mest er neikvæða vikið á Suðurlandi.

Fyrsti dálkurinn sýnir röðina. Þar kemur fram að á Suðurlandi, við Faxaflóa og á Suðausturlandi er sumarið það kaldasta hingað til á öldinni og það næstkaldasta við Breiðafjörð. Á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi raðast það hins vegar nærri meðallagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 1834
  • Frá upphafi: 2353134

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1654
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband