Landsmeðalhiti í júní 2018

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur júní verið fremur svalur um landið sunnan- og vestanvert, en hlýr norðaustanlands. Hiti er þá í meðallagi á landsvísu.

w-blogg300618a

Myndin sýnir landsmeðalhita í júní aftur á 19.öld. Fyrstu 50 árin eða svo er hann þó illreiknanlegur og ekki rétt að taka allt of mikið mark á (raðir einstakra stöðva eru betri). Við sjáum að heildarleitni er ekki sérlega mikil - miðað við aðra árstíma. Hlýindi síðustu ára eru þó óvenjuleg á sé litið til lengri tíma. Eins og sjá má var kuldatíminn frá því á miðjum sjöunda áratug 20.aldar fram undir aldamótin síðustu mjög hraklegur - skárri þó en mestu harðindin fyrir 1890. 

En þetta er meðaltal landsins alls. Í Reykjavík var hiti verulega neðan meðallags síðustu tíu ára - og neðan landsmeðalhitans. Það er ekki algengt í júní, aðeins í 10 skipti sem það gerist frá því 1874 að telja. Munurinn núna er rétt tæp 0,3 stig - og aðeins þrisvar sem hann hefur verið sjónarmun meiri. Það var í júní áranna 1986, 1988 og 1925. 

Það gerist hins vegar alloft að meðalhiti á Akureyri er hærri í júní heldur en í Reykjavík. Munurinn er hins vegar óvenjumikill að þessu sinni, 2,2 stig, hefur aðeins fjórum sinnum verið meiri síðan 1882, en haustið áður hófust samfelldar mælingar á Akureyri. Þetta var í júní 1986, 1925, 1894 og 1988. Júnímánuður í ár er þannig býsna óvenjulegur hvað hitadreifingu á landinu varðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 62
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 1887
  • Frá upphafi: 2353187

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 1700
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband