Í dýpri kantinum

Sunnudagslægðin (15. apríl) langt fyrir sunnan land er í dýpra lagi miðað við árstíma. Evrópureiknimiðstöðin stingur upp á 943 hPa síðdegis. Ritstjóranum finnst þó einhvern veginn að ámóta lægð hafi sýnt sig á svipuðum slóðum á svipuðum tíma (eða seinna) fyrir ekki svo mörgum árum - en þorir ekki að fullyrða um það án staðfestingar annars en slitnandi minnis.

w-blogg150418a

Kalt loft, langt úr norðri, kemur í bakið á lægðinni og veldur dýpkun hennar. Þetta kalda loft fer síðan suðaustur og austur um Asóreyjar. Sjórinn hitar það reyndar baki brotnu á leiðinni, en vel má vera að það nái að snjóa á hæsta tindi Faialeyjar, Cabeço Gordo sem er rúmlega 1000 metra hátt keilueldfjall með myndarlegri öskju. - Auðvitað snjóar líka hinumegin hins mjóa Faialsunds, á eldkeiluna Pico. Þar er alltaf að snjóa (en bráðnar á milli - enginn jökull) - fjallið er 2350 metrar að hæð. 

En lægðin djúpa sendir úrkomubakka alla leið til Íslands. Reiknimiðstöðin segir hann koma á aðfaranótt þriðjudags - og lægðin síðan í humátt á eftir, kannski miðvikudag eða á sumardaginn fyrsta. Þá verður hún orðin að aumingja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 179
  • Sl. sólarhring: 368
  • Sl. viku: 1322
  • Frá upphafi: 2355082

Annað

  • Innlit í dag: 175
  • Innlit sl. viku: 1194
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband