Mánaðarhitinn mjakast upp á við

Nú má hálfur mars heita liðinn. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 15 dagana er +0,1 stig, -1,0 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára, en -0,6 neðan meðallags áranna 1961-1990. Hitinn er í 15. sæti af 18 meðal marsmánaða á öldinni og í 77. sæti á 144-ára listanum. Þar er mars 1964 í langefsta sæti, meðalhiti fyrrihluta marsmánaðar það ár var 6,6 stig í Reykjavík - það sama og meðalhiti nýliðins dags (þ.15.) nú. Kaldastur var fyrrihluti mars árið 1891, þá var meðalhiti -7,7 stig. Við þurfum vonandi að bíða eitthvað eftir því að slík marsbyrjun endurtaki sig, en líkur á slíku eru auðvitað samt ekki núll - munum það.

Meðalhiti mánaðarins, það sem af er, er -1,9 stig á Akureyri, -1,0 stig undir meðallagi 1961-1990, en -2,0 stig undir meðallagi síðustu tíu ára. Hiti er undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt, minnst -0,2 stig við Lómagnúp og -0,3 stig á Raufarhöfn. Kaldast að tiltölu hefur verið á Hveravöllum þar sem hiti er -3,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. 

Úrkoma hefur nú mælst 3,0 mm í Reykjavík í mánuðinum, tuttugastihluti meðalúrkomu sömu daga og það minnsta sömu almanaksdaga á öldinni, en hefur þrisvar mælst enn minni, 1952, 1937 og 1962. Síðasttalda árið hafði engin úrkoma mælst þegar mánuðurinn var hálfnaður. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 45 mm - hátt í tvöfalt meðallag. 

Sólskinsstundirnar í Reykjavík eru orðnar 100,4. Þær voru jafnmargar í fyrri hluta marsmánaðar 1937 (100,2), en talsvert fleiri 1947 (117,3) og mun fleiri 1962 (134,7). Það er 1947 sem á marsmetið, 218,3 sólskinsstundir mældust þá í Reykjavík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 1168
  • Frá upphafi: 2354928

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1043
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband