Af janúar (tvö vikakort)

Hiti í janúar neðan meðallags síðustu tíu ára, en aftur á móti ofan meðallags lengri tíma. 

w-blogg050218a

Kortið sýnir stöðuna í 850 hPa sé miðað við tímabilið 1981 til 2010. Heildregnu línurnar sýna sjálvarmálsþrýsting í mánuðinum, en litirnir hitavikin. Á bláu svæðunum var hiti neðan meðallags, en yfir því á þeim gulu - sem reyndar einkenna mestallt kortið að slepptu smásvæði sunnan við land. 

w-blogg050218b

Síðara kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins í janúar og vik hennar frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Af vikamynstrinu má ráða að vestanátt háloftanna var talsvert undir meðallagi að afli, en sunnanáttin á svipuðu róli og að meðaltali. Veður var lengst af meinlítið hér á landi í janúar - svæðið við Ísland eins konar lægðagrafreitur - hingað komu lægðir til að deyja - hver á fætur annarri - flestar komnar á aldur, orðnar snerpulitlar þrátt fyrir umfang. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg160524a
  • w-blogg160524i
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 1093
  • Frá upphafi: 2354618

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 980
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband