Kuldi í Balkanlöndum (og víðar)

Við höfum heyrt í fréttum af kuldum í Balkanlöndum, á Ítalíu og víðar um Evrópu. Við skulum líta á hann á háloftakorti.

w-blogg070117a

Kortið er úr smiðju bandarísku veðurstofunnar og sýnir hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og þykktina (litir) að morgni laugardags 7.janúar. Vel sést hvernig kuldinn liggur allt frá Síberíu eins og mjór fingur í átt til Miðjarðarhafs - ryðst þar með offorsi um fjallaskörð Króatíu, út á Adríahaf og þaðan yfir til Ítalíu og jafnvel lengra. 

Mörkin á milli grænu og bláu litanna eru við 5280 metra - reynslan sýnir að við þá tölu fer að slá að í Suður-Evrópu - en hér nær 5100 metra þykktin alveg til Ítalíu - æsir upp vellandi éljagarða yfir hlýjum sjónum og getur dengt niður óheyrilegu magni af snjó. - Svipað er uppi á teningnum á austurjaðri kuldans - við Svartahaf - þar er norðaustanátt við jörð - en sunnanátt í hæð - ill blanda og erfið. 

Þessi kuldapollur á að lokast af og leika lausum hala í nokkra daga - nóg verður að sýsla fyrir veðurfræðinga og „viðbragðsaðila“ á þessum slóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðalhiti í Moskvu í gær, 6.jan. var 18,4 stigum undir meðallagi. Lágmark -27,2 stig.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 16:36

2 identicon

Meðalhiti í Moskvu í dag, 7.jan. var 21,2 stigum undir meðallagi. Lágmark -29,9 stig.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 48
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 2351250

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 618
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband