Af desember 2016

Nýliðinn desember varð á meðal þeirra hlýjustu - röðunaruppgjör Veðurstofunnar ætti að sýna sig síðar í vikunni. Hér lítum við á mánuðinn á fáeinum kortum evrópureiknimiðstöðvarinnar (í gerð Bolla Pálmasonar).

w-blogg010117va

Hér má sjá vik frá meðalhita sjávaryfirborðs 1981-2010. Kaldi bletturinn suðvesturundan er orðinn heldur veikburða, aðeins lítið svæði þar sem vikið er meira en -1,0 stig. Annars er sjávarhiti ofan meðallags við allt Norður-Atlantshaf og sérstaklega fyrir norðan land og norður til Svalbarða. Við vitum hins vegar ekki hversu djúpstæð þessi vik eru, hlý eða köld. 

w-blogg010117vb

Litir sýna hitavik í 850 hPa-fletinum, í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Mjög hlýtt hefur verið í sunnanáttinni á austanverðu svæðinu - en kalt í norðanáttinni vesturundan. 

w-blogg010117vc

Síðasta mynd dagsins sýnir sunnanvikin vel. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en hæðarvik eru sýnd í lit. Ráða má styrk „aukasunnanáttarinnar“ á svæðinu af stærð vikanna. Reynist þetta vera með mestu sunnanáttardesembermánuðum sem við vitum um - þó ekki sá mesti. 

Með samanburði getum við giskað á að hár hiti hér á landi hafi í þessu tilviki ráðist af óvenjueindregnum sunnanáttum - en þegar komið er norður til Svalbarða skipti sjávarhiti jafnvel meira máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Trausti og gleðilegt ár.Næst síðast liðið ár var kaldur flekkur af sjó suð suð austur af landinu.Ég hef hvergi séð minnst á þennan kulda poll síðustu marga mánuði.Er hann alveg horfin?

Bestu kveðjur og þakkir fyrir þitt blogg. Jónas Sigurðarson Lundarbrekku

Jónas Sigurðarson (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 535
  • Frá upphafi: 2351326

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband