Austlæg átt - en snýst hann svo í norðaustur?

Austanáttin er oftast vinsæl um landið vestanvert - en eystra er hún harla dauf á þessum tíma árs. Kortið sýnir stöðuna um hádegi á mánudag (6.júli) - að mati evrópureiknimiðstövðarinnar.

w-blogg050715a

Lægðasvæði er fyrir sunnan land og öflug hæð yfir Grænlandi. Hæðin er framlengjari út úr mjög stóru háþrýstisvæði á norðurslóðum - kannski ekki metstóru - en þó finnst veðurnördum full ástæða til að fylgjast með því. Á kortinu æpir úrkomukökkurinn yfir Svíþjóð á okkur en lægðin sú fer hratt til austurs. Sú sem er vestur af Bretlandi fylgir síðan ákveðið eftir á sömu leið.

Þessar lægðir - ásamt hæðinni yfir Grænlandi munu færa okkur norðaustanátt strax á þriðjudaginn. Hún gæti orðið köld - örin bendir á slæman kuldapoll langt norðaustur í hafi. Hann virðist stefna rakleiðis til okkar - gæti þó farið fyrir austan land (vonandi). En annar verri gæti svo fylgt í kjölfarið - en reiknimiðstöðvar eru ekki sammála um örlög hans - við vonum það besta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 59
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 700
  • Frá upphafi: 2351261

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 629
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband