Grænlandsstrengir

Í dag (mánudaginn 16. febrúar) hefur landið sunnan- og vestanvert fengið að finna fyrir útsynningsstroku að vestan. Eitthvað af loftinu er sennilega komið vestan yfir Grænland - en það er ekki mjög algengt. En við leggjum ekki í að greina það í smáatriðum. Við vitum hins vegar að líkan evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir fallvind við Austur-Grænland vestur af Íslandi. 

Kortið hér að neðan sýnir vind líkansins í 100 metra hæð yfir sjávarmáli kl.18 í dag.

w-blogg170215a

Rauðbleiku litirnir sýna vind á bilinu 24 til 32 m/s, þeir brúnu aftur á móti vind sem er meiri en 32 m/s. Tölurnar í hvítu kössunum sýna líklegar vindhviður - en í þeim gulu má sjá mestu hviðu (eins og líkanið sér hana). Hér liggur vindstrengurinn alveg þvert á Grænlandsströnd. 

Á miðvikudagsmorgni kl.9 (eftir rétt rúman einn og hálfan sólarhring) er lægðin sem var milli Vestfjarða og Grænlands alveg farin - en ný komin langleiðina í hennar stað. 

w-blogg170215b

Sú lægð er búin að hreinsa kalda loftið sem fyrir var af svæðinu - en það berst í þrengslum í gríðarlegum vindstreng sem nú liggur langsum meðfram austurströnd Grænlands. Fárviðri (gulbrúnir litir) er á stóru svæði. Á Íslandi er hins vegar aftur kominn nýr útsynningur - eftir landsynning þriðjudagskvöldsins - vonandi vægari en sá sem plagaði í dag. 

Við vonum auðvitað að við sleppum alveg við þennan illa streng - evrópureiknimiðstöðin gefur von um að svo verði - því þegar lægðin nýja mjakast austur - léttir á þrengslunum og kalda loftið í þeim fer suður um og endar sem vestanátt fyrir sunnan land. - Jú, norðaustanáttin kemur hingað - en ekki af miklu afli - það tekur lengri tíma að ná í nýjar birgðir af kulda í nýjan vindstreng að norðan - og nýja lægð til að þrengja að honum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá á dmi.dk að það voru einmitt NV 33 m/s í Ikermit í gærkvöldi. Mér sýnist sá staður vera hér um bil þar sem fallvindurinn er mestur á efra kortinu (væntanlega er þetta dæmigerður "piteraq"?)

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 167
  • Sl. sólarhring: 463
  • Sl. viku: 1725
  • Frá upphafi: 2352862

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 1549
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband