Norðanáttin gengur (allt of hægt) niður

Þegar þetta er skrifað (seint þriðjudagskvöldið 9. desember) er norðan bálviðri á Vestfjörðum og suður um Snæfellsnes - og farið að teygja sig austur með Norðurlandi. Norðanáttin breiðist síðan yfir landið allt - enn það dregur smám saman úr afli hennar. En á morgun (miðvikudag) kl. 18 er hún þó enn býsna sterk - eins og kortið hér að neðan sýnir. 

w-blogg101214a

Þrýstimunur yfir landið er hér um 24 hPa - nokkuð mikið (of mikið). Litaðar strikalínur sýna hita í 850 hPa fletinum - það er -10 stiga línan sem þverar landið, -15 stig snerta Vestfirði og hitinn við Austfirði er um -4 stig í 850 hPa, 11 stiga munur. Þessi hitamunur fer langt með að skýra þrýstibrattann. Sólarhring síðar á brattinn að vera kominn niður í 16 hPa - leiðinlega mikið enn, en síðdegis á föstudag verður búið að hreinsa þessi leiðindi frá - sé að marka spár.

En það verður ekki friður lengi. Ofarlega til vinstri á kortinu er rauð ör sem bendir í átt til næstu lægðar sem á að plaga okkur um helgina (merkt 2). Hún á að koma yfir Grænland - sem ekki hefur verið í tísku um nokkra hríð. Slíkar lægðir eru alltaf varasamar - lítum á hana síðar.

Hin rauða örin (1) bendir á smálægð langt suður í hafi. Hún veldur félögum vorum í kringum Norðursjó nokkrum áhyggjum og segjast þeir fylgjast vel með henni. Sumar spár gera talsvert illt úr henni - en aðrar láta hana æða til austurs án teljandi vandræða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 88
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 729
  • Frá upphafi: 2351290

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 639
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband