Efnismeiri éljabakkar

Rigningin stóð stutt við að þessu sinni (þriðjudag 2. desember) og aftur er farið að ganga á með éljum. Rigning og hláka á aftur að heimsækja okkur á föstudag eða aðfaranótt laugardags. Þarna á milli er rúm fyrir myndarlega éljabakka.

Á morgun (miðvikudag) fer þó mikil háloftaröst með hæðarbeygju yfir landið og rétt meðan hún er að því bælast élin eitthvað. Síðan tekur við óskastaða éljabakkanna og sést hún vel á myndinni hér að neðan.

w-blogg031214a

Þetta er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð, vind og hita í 500 hPa-fletinum kl. 6 á fimmtudagsmorgni (4. desember). Útlínur landsins sjást dauft í gegnum blámann á miðri mynd. Grænlandsströnd er til vinstri og Skotland í neðra horni hægra megin. 

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum - og hiti með litum (kvarðinn batnar sé myndin stækkuð). Vindröstin mikla er hér komin austur fyrir land en vestan vi hana er fallegur kuldapollur með hægari vindi. Dökkblái liturinn sýnir svæði þar sem hitinn er undir -42 stigum í 500 hPa. Þar á meðal í litlum bletti við rétt suðvestan við land. 

Munur á yfirborðshita sjávar og hitans í 500 hPa er þar um 50 stig - veðrahvolfið ólgar allt og veltur - aðeins spurning um skipulag veltunnar. Nái hún að rekast í garða geta þeir orðið býsna efnismiklir. Yfir landi dregur þó mjög úr veltunni.

Hér skal ekki giskað á hversu mikið snjóar suðvestanlands - . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

óþolandi veður gétur veðurguðirnir ekki áhveðið sig. meigum ílla við jarðbönum um þessar mundir   gétur trausti frætt mig um sjávarhitan hér við land hvort hann er undir eða yfir meðaltali

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg160524a
  • w-blogg160524i
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 66
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 1216
  • Frá upphafi: 2354523

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1100
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband