Eindregin austanátt

Spáð er mjög eindreginni austanátt næstu viku til tíu daga. Þetta má sjá af tíu daga meðalþrýstikortinu hér að neðan (frá evrópureiknimiðstöðinni).

w-blogg101114a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar en þrýstivik (miðað við nóvember 1981 til 2010) eru sýnd með litum. Neikvæð vik eru blá en jákvæð rauðbrún. Mikið lægðasvæði er vestur af Írlandi og hæð yfir Grænlandi. 

Megnið af tímanum er ráð fyrir því gert að fremur hlýtt verði á landinu - jafnvel mjög hlýtt suma dagana (tveggja stafa hitatölur þar sem best lætur). En ekki er mjög langt í kalt loft norður undan og sækir það að suma dagana - en þessi spáruna (frá hádegi sunnudaginn 9. nóvember) gerir ekki ráð fyrir því að það nái til landsins eftir að austanáttin nær sér á strik. 

En hvass verður hann suma dagana, sérstaklega í Grænlandssundi og við suður- og suðausturströndina - jafnvel líka undan Norðurlandi. Úrkomu er spáð vel yfir meðallagi í hafáttinni austanlands en þurru lengst af um landið vestanvert. 

Munum þó að meðalspár dylja margt og geta þar að auki verið vitlausar í heild sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 588
  • Sl. sólarhring: 591
  • Sl. viku: 1097
  • Frá upphafi: 2351888

Annað

  • Innlit í dag: 552
  • Innlit sl. viku: 989
  • Gestir í dag: 537
  • IP-tölur í dag: 518

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband