Sumardagafjöldi í Reykjavík 2014

Sumarið 2013 birtist hér á hungurdiskum talning á sumardögum í Reykjavík. Skilgreiningin var nokkuð sérviskuleg og ströng - nokkuð með grilltíðina í huga. Þeir sem vilja rifja hana upp geta lesið skilgreiningarpistilinn sjálfan. Hann var dagsettur 20. júní 2013

Nú er sumarið ekki alveg búið - Akureyri er t.d. búin að hala inn þrjá sumardaga það sem af er september. Á að meðaltali 5 sumardaga í þeim mánuði - en Reykjavík 0 til 1. Við höfum hugsanlega viðbót í huga - en lítum samt á tölur sumarsins 2014 eins og þær standa nú.

w-blogg070914a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn á ný sést hversu nýja öldin sker sig frá tímabilinu 1961 til 1990. Meðaltal þess tímabils er sýnt með blárri strikalínu - en meðaltal síðustu tíu ára (2004 til 2013) er sýnt með rauðri. Sumarið 2013 var við kuldaskeiðsmeðaltalið - með fæsta sumardaga frá 1996 að telja. Sumarið í sumar var mun gæfara með 33 daga - 20 fleiri en meðaltalið kalda. En er þó þremur dögum undir meðallagi síðustu tíu ára.

Sumarið sem er að líða (2014) var líka gott á Akureyri eins og sjá má á síðari mynd dagsins.

w-blogg070914b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Akureyri eru sumardagar ársins 2014 nú orðnir 52 - og veðurspár næstu daga gefa tilefni til þess að vona að þeir verði enn fleiri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide2
  • Slide1
  • w-blogg160524a
  • w-blogg160524i
  • Slide10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 90
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 1170
  • Frá upphafi: 2354695

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 1049
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband