Breytileiki hita frá ári til árs 2

Þá er reiknað hvernig hiti í Reykjavík breytist með ríkjandi vindi í háloftunum. Í ljós kemur að því stríðari sem vestanáttin er því kaldara er í veðri, því meiri sem sunnanáttin er - því hlýrra er í veðri og því hærri sem 500 hPa-flöturinn er því hlýrra er í veðri. Við eigum til mælingar á þessum þremur þáttum aftur til 1949. Fyrsta myndin sýnir niðurstöður.

w-blogg110414 

Lóðrétti ásinn sýnir raunverulegan meðalhita, en sá lárétti reiknaðan. Árin eru merkt með krossi og ártali. Við sjáum strax að 1979 er langkaldast - en reiknaður hiti þess er samt litlu lægri heldur en 1983. Árið 2003 er hlýjast en bæði 1960 og 2002 reiknast hlýrri.

Ef við rýnum í myndina má sjá að kuldaskeiðið á árunum frá 1965 til 1995 er kaldara heldur en hringrásarreikningarnir segja til um, árin eftir aldamót eru hlýrri heldur en reikningarnir segja.

Þetta sést vel á næstu mynd.

w-blogg110414b

Hér sýnir blár ferill mældan hita, en sá rauði þann reiknaða. Hér má greinilega sjá að ferlarnir fylgjast allvel að frá ári til árs - en flest köldu árin eru þó neðan við reiknaða hitann og þau hlýju ofan við - en samt þannig að munurinn er greinilega meiri á þessari öld heldur en á hlýskeiðinu fyrir 1965.  

Við skulum kalla muninn á reiknuðum og réttum hita óútskýrðan afgang og búum til tímaröð hans frá 1949 til 2013.

w-blogg110414c

Við sjáum að hringrásin í næsta nágrenni landsins skýrir um það bil helming breytileikans. Leifin breytist hins vegar furðureglulega eftir tímabilum - áratugasveiflur hitans sitja eftir óskýrðar.

Allir þessir reikningar eru gerðir til skemmtunar - munið það lesendur góðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 77
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 586
  • Frá upphafi: 2351377

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband