Á tvímánuði - fimmta sumarmánuði íslenska tímatalsins

Tvímánuður er fimmti í röð sumarmánaða gamla íslenska tímatalsins, byrjaði í ár 27. ágúst en endaði 25. september. Þá tók haustmánuður við og stendur enn. Eins og í fyrri pistlum sem tileinkaðir eru þeim bræðrum íslensku mánuðunum lítum við á hitafarið. Fulltrúi þess er sem fyrr morgunhitinn í Stykkishólmi, en hann eigum við á lager allt frá því 1. nóvember 1846 (að undanskildum síðustu 5 mánuðum ársins 1919).

w-blogg161013a

Á heildina litið virðist síðari hluti 19. aldar hafa verið tiltölulega flatur en hlýindaskeiðið á 20. öld sést vel. Það stóð í þessum mánuði fram til 1962 en þá fara mjög kaldir mánuðir að detta aftur inn. Einn slíkan má þó sjá á hlýindaskeiðinu miðju, 1940, á milli hinna ofurhlýju tvímánaða 1939 og 1941. Tvímánuður 1979 er sá kaldasti á öllu tímabilinu, en 1996 næsthlýjstur. Á þessari öld hefur tvímánuður verið hlýr og þótt mánuðurinn hafi tvö síðustu árin (2012 og 2013) talist kaldur í þeirri sveit eru kuldinn samt ekki svo skæðir miðað við það sem algengt var fyrir 20 árum.

Þegar komið er fram í september fara skýjaðir mánuðir að verða hlýrri en sólríkir um landið sunnanvert. Þetta má sjá á síðari mynd dagsins.

w-blogg161013b

Sólarminnsti tvímánuður sem vitað er um í Reykjavík var sá hlýi 1996 og 1939 er einnig neðarlega á blaði hvað sólskinsstundir varðar (ekki merktur sérstaklega). Við sjáum að sólríkast er á svipuðum tíma og kaldast var. Sólskinsstundir voru flestar á tvímánuði 2011 - ætti að vera enn í minningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 72
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 1898
  • Frá upphafi: 2353100

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1701
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband