Af norðurhveli snemma í október

Kuldi er ekki enn farinn að ná sér á strik á norðurslóðum enda varla við því að búast. Það var ekki heldur um þetta leyti í fyrra. Enn er haust en ekki vetur.

w-blogg061013

Kortið sýnir að vanda hæð 500 hPa-flatarins með heildregnum línum. Því þéttari sem þær eru því hvassari er vindurinn. Litafletir sýna þykktina en hún segir til um hita í neðri hluta veðrahvolfs - einingin er dekametrar (1 dam = 10 metrar). Kortið batnar mjög við stækkun. Spáin gildir kl. 18 á mánudag.

Það er þó ekkert mjög langt í kalda loftið frá okkur séð. Einn af stærri kuldapollunum er við Vestur-Grænland. Frostlaust eða frostlítið var í dag (laugardag) í flestum byggðum Grænlands - þar kólnar því til mánudags. Lægðardragið á vestanverðu Grænlandshafi fer til austurs og hér á landi kólnar með því.

Nú er gert ráð fyrir því að þykktin fari niður í um 5200 metra á þriðjudag en hún verður fljót upp aftur þegar lægðardragið er komið hjá. Smálægð fylgir háloftalægðardraginu ef þessi spá rætist og væntanlega einhverjir éljabakkar.

Hæðarhryggurinn sem á kortinu er við Labrador fer líka austur og nær til okkar á miðvikudag og ku hlýrra loft að fylgja í kjölfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir fyrir þetta kort. Mér finnst mjög áhugavert að skoða fá að skoða stöðuna norðan við okkur.

Ég er alveg undrandi hvernig, þessi Hilmar lætur í sínum athugasemdum. Það mætti halda að hann haldi helst að veðurfari

sé stjórnað af veðurstofunni í Reykjavík. Meira að segja bóndakarl norður í landi hefur ekki slíkt hugmyndaflug. Ég bara vona

að þú haldir áfram að miðla þínum fróðleik til okkar, þessa venjulega fólks.

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 13:46

2 identicon

Haltu áfram, Trausti.  Ekki láta aðra skemma bloggið. 

Gunnar Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 08:55

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Gunnar, báðir tveir. Ég þakka vinsamleg orð - ekki veitir af.

Trausti Jónsson, 8.10.2013 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 1168
  • Frá upphafi: 2354928

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1043
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband