Lengra inni í kuldanum

Spár greinir nokkuð á um veður vikunnar - aðaldeilan stendur um miðvikudaginn - verður norðaustankaldi, austnorðaustanþræsingur eða norðnorðaustanstormur? Eða kannski eitthvað allt annað? Það er ekki vaninn hér á hungurdiskum að fjalla um veður marga daga fram í tímann og óþarfi að bregða út af þessu sinni. En kalt loft hefur nú breiðst út um stórt svæði austur og suður í haf. Það sést best á þykktarkortinu að neðan en það gildir kl. 12 á sunnudag (18. nóvember).

w-blogg181112

Jafnþykktarlínur eru hér svartar en litir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Frost er í honum á öllu kortinu, litlu grænu blettirnir við England tákna hita á bilinu 0 til -2 stig. Norðanhvassviðrið er á undanhaldi á landinu en samt liggur enn kaldur straumur frá Norðaustur-Grænlandi beint til Íslands og skiptist þar í tvennt eins og oft er.

Það er 5160 metra jafnþykktarlínan sem þverar landið frá vestri til austurs. Þetta er ekkert sérlega lág þykkt að vetrarlagi - samsvarar um -4°C meðalhita sólarhringsins við sjávarmál. Sé veður bjart og vindur hægur hrapar hiti yfir flötu landi miklu neðar en er aftur á móti hærri yfir hlýjum sjó. Þykktin fer neðar en þetta í þremur nóvembermánuðum af fjórum yfir Suðvesturlandi.

Það er allt í lagi að halda því til haga að hið óvenjulega varðandi þykktina byrjar fari hún niður fyrir 5040 metra í nóvember og mjög óvenjulegt er að hún fari niður fyrir 5000 metra - það virðist ekki hafa gerst nema einu sinni á síðustu 60 árum, 17. nóvember 1971. Við vonum að við sleppum við það. Rétt að endurtaka að hér er miðað við landið suðvestanvert.

Ekkert hlýtt loft er nærri en á að nálgast næstu daga - mikil spurning virðist vera um hvernig það gerist eða jafnvel hvort það gerist yfirleitt næstu viku til tíu daga. En við gefum því gaum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 704
  • Frá upphafi: 2351265

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 632
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband