Myndarleg dægursveifla

Dægursveifla hitans er myndarleg þessa dagana. Við skulum til fróðleiks líta á stærð hennar dagana 15. til 17. (frá sunnudegi til þriðjudags). Sjá má allan listann í viðhengi en hér að neðan er þeirra stöðva getið þar sem munur á sólarhringshámarki og lágmarki var stærri en 14 stig einhvern þessara þriggja daga.

ármándagurhámarklágmarkmismnafn
201241510,9-9,420,3Þingvellir
20124177,9-11,018,9Þingvellir
20124168,9-9,418,3Reykir í Fnjóskadal
20124158,1-9,918,0Setur
20124169,5-7,216,7Möðruvellir
20124168,7-7,115,8Torfur sjálfvirk stöð
201241510,1-5,415,5Kálfhóll
201241611,9-3,515,4Reykir í Hrútafirði sjálfvirk stöð
20124159,7-5,014,7Hjarðarland sjálfvirk stöð
201241510,5-3,914,4Laufbali
20124169,7-4,614,3Haugur sjálfvirk stöð
20124166,1-8,214,3Végeirsstaðir í Fnjóskadal
20124166,7-7,514,2Þeistareykir

Sveiflan hefur orðið stærst á Þingvöllum, 20,3 stig á sunnudaginn (-9,4 stiga lágmarkið var á aðfaranótt þess dags) og á aðfaranótt þriðjudags mældist frostið þar -11,0 stig. Ekki veit ég með vissu hvort jörð er orðin alauð á Reykjum í Fnjóskadal, en jörð var flekkótt á miðvikudagsmorgni á Vöglum í sömu sveit. Stærð dægursveiflunnar á veðurstöðinni á Setri suðvestan við Hofsjökul vekur athygli. Snjódýptarmælirinn á stöðinni sýnir tæplega 160 cm snjódýpt. Líklegt að hámarkið hafi þennan dag ráðist af allt öðru heldur en geislunarjafnvægi, t.d. aðstreymi hlýrra lofts við blöndun að ofan.

Svipað má segja um Reyki í Hrútafirði sem eru ekki sérlega þekktir fyrir stóra dægursveiflu hita. Stöðvarnar á listanum að ofan eru flestar inn til landsins. Við sjóinn er dægursveiflan miklu minni. Minnst var hún þessa daga á eftirtöldum stöðvum, minni en 2 stig.

ármándagurhámarklágmarkmismnafn
2012415-0,3-1,61,3Seley
20124172,30,91,4Hólmavík
20124174,12,71,4Surtsey
2012415-1,1-2,61,5Fontur
20124160,8-0,91,7Dalatangi sjálfvirk stöð
20124161,4-0,31,7Vattarnes
20124172,40,61,8Gjögurflugvöllur
20124156,54,61,9Surtsey

Það er athyglisvert að hiti var undir frostmarki allan sólarhringinn í Seley þ. 15. og ekki var hitinn heldur hár á Dalatanga. Líkan evrópureiknimiðstöðvarinnar segir sjávarhitann undan Austurlandi vera á bilinu 2 til 4 stig. Það gæti verið rétt (?) en dugar lítt í köldu aðstreymi lofts úr norðri.  

Á Veðurstofutúni í Reykjavík hefur dægursveiflan verið á bilinu 7 til 9 stig og lágmarkið rétt skotist niður fyrir frostmark. Við Korpu og uppi í Hólmsheiði hefur munur á lágmarki og hámarki farið yfir 10 stig þessa daga.

Mesta frost þessara  daga mældist við Hágöngur aðfaranótt 17. -13,3 stig en hæsti hitinn mældist á Reykjum í Hrútafirði þann 15., 11,9 stig. Munurinn er 25,2 stig. Stór dægursveifla með hörkufrost á annað borð en sæmilegan vorhita á hitt er trúlega erfið fyrir gróðurinn.

Um helgina á ívið hlýrra loft að berast til landsins úr austri en þrátt fyrir það verða enn líkur á næturfrosti inn til landsins þegar bjartviðri er.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 211
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 1260
  • Frá upphafi: 2456196

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1130
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband