Heiðasti nóvemberdagurinn

Nú var heiðasti nóvemberdagurinn frá 1949 til 2011 leitaður uppi og fannst í gervi 21. dags mánaðarins 2007 (fyrir skömmu, sem sagt). Þá var meðalskýjahula á landinu aðeins 1,59 áttunduhlutar. Myndin er úr safni móttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi.

w-blogg121111a

Minniháttar skýjabakki hylur utanverðan Tröllaskaga, austur á Tjörnes og þaðan inn á heiðar norðaustanlands. Að öðru leyti virðist landið í heiðríkju. Hér sjást vel brigði í sjávarhita í misgráum flötum. Hlýjasti sjórinn er nærri svartur, en hvítgrárri eftir því sem hann verður kaldari. Mót kald- og hlýsjávar sjást vel undan sunnanverðum Austfjörðum sem og ýmsir smáhvirflar norðan við land. Greinilegastur munur á sjávarhita er þó undan Vestfjörðum og þar er hafísslæðingur utan miðlínu milli Íslands og Grænlands.

Tíðarfarið í nóvember 2007 var hlýtt - en talið nokkuð rysjótt einkum um landið suðvestanvert þar sem úrkoma var í meira lagi. Norðaustanlands var tíð fremur þurr. Næstheiðustu nóvemberdagarnir eru sá 24. árið 1950 og hinn 28. árið 2010 - þ.e. í fyrra.

Skýjuðustu nóvemberdagarnir eru þeir 12. og 13. árið 2006 - en þá var alskýjað allan sólarhringinn um land allt - ef marka má tölurnar í gagnagrunninum.

Við reiknum einnig til gamans út besta og versta skyggnið í nóvember (ekki er víst að mark sé á því takandi). Best var skyggnið 26. nóvember 1996 - eitthvað rámar veðurnörd í þann óvenju kalda - og heiða mánuð. Verst teljum við skyggnið hafa verið 9. nóvember 1959 en þá var mikið norðanveður í hámarki - dagurinn kemst einnig á blað á listum yfir verstu veður nóvembermánaðar - ekki þó í efstu sætunum. Veður þetta fær dágott rými í eftirmælum vetrar 1959/60 sem Jón Eyþórsson skrifaði í tímaritið Veðrið 1, hefti 1960. Áhugamenn ættu að líta á þá grein á timarit.is  en þar má finna öll tölublöð þessa ágæta tímarits sem verðbólga og ráðskonuleysi réðu bana um 1980.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 547
  • Frá upphafi: 2351338

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 468
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband