Andkaldur?

Á mannamóti sem ég sótti í dag kvörtuđu furđumargir undan andkulda ţrátt fyrir ađ sól skini í heiđi. Hitamćlir sýndi 6 stig og er ţađ bara gott í upphafi aprílmánađar. En ţetta gefur ástćđu til ađ líta á ţykktarkort dagsins í dag. Ţetta er spá úr hirlam-líkaninu og gildir kl. 21 ađ kvöldi laugardagsins 2. apríl 2011.

w-hirlam-500-1000-020411-21

Lesendur hungurdiska ćttu ađ vera farnir ađ kannast viđ útlitiđ en myndin er fengin af brunni Veđurstofunnar. Heildregnu, svörtu línurnar eru jafnţykktarlínur 500/1000 hPa sviđsins, tölurnar eru dekametrar. Lituđu fletirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum (í um 1400 metra hćđ yfir sjávarmáli). Ţar er allstađar frost, nema viđ brúngulu fletina yfir Bretlandseyjum. Viđ sjáum í jađar mun öflugri kuldapolls vestan Grćnlands og vonum ađ hann haldi sig ţar.

K-iđ er í miđju á nokkuđ flötum kuldapolli ţar sem innsta lína er 518 dam (=5180 metrar). Á vetrum ţýđir ţykkt upp á 5240 metra ađ hiti sé ekki fjarri frostmarki. Ţessi tala lćkkar heldur á vorin og yfir sumariđ er ţađ 5180 metra línan sem liggur nćrri frostmarkinu. En sólin er býsna öflug á daginn ţegar kemur fram á voriđ og fariđ ađ muna um hana ţegar hún skín.  

Á hádegi í dag var ţykktin yfir Vesturlandi um 5220 metrar, en 5280 yfir Austurlandi. Ţetta eru andkaldar tölur - og bjóđa upp á nćturfrost í björtu veđri ţótt hiti komist í 6-8 stig yfir hádaginn. Í nótt fellur ţykktin lítilsháttar - niđur fyrir 5200 metra vestanlands. Ţađ vill til ađ úrkoma er ekki mikil en ef úrkoma fellur í nótt er jafnlíklegt ađ ţađ verđi snjór - og sömuleiđis er hćtt viđ hálku.

Smálćgđ - full af ţroskuđum éljabökkum er nćrri rauđa L-inu á myndinni og hreyfist allhratt í austnorđaustur, e.t.v. gćtir éljanna eitthvađ ţegar lćgđin fer hjá.

En - voriđ er á leiđinni og ţegar bjart er helst hálka varla viđ yfir daginn. Ađra nótt á nýtt kerfi ađ hreinsa mesta kuldann frá, í bili ađ minnsta kosti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 2351247

Annađ

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 615
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband