2.4.2011 | 01:13
Þrýstivindur - hjáþrýstivindur
Enn erum við í fræðabrekkunni. Einhver les þetta - einhver les þetta, er það ekki? Fyrir nokkrum dögum (22. mars) var hér fjallað um þrýstivind. Þar kom fram að þrýstimunur vekur vind en svigkraftur jarðar kemur í veg fyrir að munurinn jafnist út með því að sveigja vindinn til hægri þar til hann blæs samsíða jafnþrýstilínum. Þetta er endurtekið í reitum a) og b) á myndinni hér að neðan.
Punktalínurnar sýna jafnþrýstilínur, hér eru þær teiknaðar með 5 hPa bili eins og venjan er. Rauða línan í reit a) á að tákna það að fyrst hreyfist loftið þvert á þrýstilínurnar en síðan sveigir það þannig að eftir nokkra stund blæs það samsíða þrýstilínum. Þrýstikraftur og svigkraftur togast á, hvorugur hefur hér betur.
Reitur b) sýnir það sama en á að minna á að það að því meiri sem þrýstimunurinn verður (þéttari línur) þvi meiri verður þrýstikrafturinn (í átt að lægri þrýstingi) en líka svigkrafturinn (til hægri við vindinn). Vindurinn vex líka með auknum þrýstimun.
Nú kemur að lúmsksnúnu atriði sem ég hef vonandi þrek til að endurtaka öðru hverju meðan hungurdiskabloggið stendur: Svigvindurinn er þræll vindsins. Það þýðir að ef þrýstisviðið slaknar skyndilega beygir vindurinn strax til hægri upp á móti auknum þrýstingi. Þetta hefur miklar afleiðingar.
Hér höfum við því tvö dæmi um það að loft getur sloppið í gegnum þrýstilínur. (i) Þegar þrýstisviðið þéttist missir loftið fótanna um stund og rennur niður þrýstibrekkuna - en svigvindurinn kemur fljótlega til hjálpar og nær því inn á braut sem fylgir þrýstilínu. (ii) Þegar þrýstisviðið slaknar fer loftið upp þrýstibrekkuna þar til jafnvægi er aftur náð.
Þetta þýðir t.d. að í raunveruleikanum er vindurinn sífellt að sveiflast í kringum kraftajafnvægið og er sjaldnast alveg sá sami og þrýstilínurnar segja hann vera. Þetta á reitur c) á myndinni að sýna. Vindur fer um þrýstilandslagið í bylgjugangi. Mismunurinn á vindi þeim sem lega þrýstilína gefur til kynna og hins raunverulega nefnist hjáþrýstiþáttur vindsins eða einfaldlega hjáþrýstivindur. Sumir hjáþrýstivindar eru merkilegri en aðrir. Það bíður betri tíma.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 196
- Sl. sólarhring: 221
- Sl. viku: 2117
- Frá upphafi: 2412781
Annað
- Innlit í dag: 185
- Innlit sl. viku: 1859
- Gestir í dag: 168
- IP-tölur í dag: 162
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Er ekki alveg viss um hvort ég skil ofangreint (enda ekki skrítið, til þess vantar mig grunnmenntun!) en mér hefur í gegn um tíðina sýnst að vinda blási ekki alveg samsíða þrýstilínum, heldur blási þeir undir einhverju horni á þær. Má ég nefna dæmi? Ef lægð er fyrir sunnan land og þrýstilínur liggja nokkurn veginn austur-vestur hér yfir norðurlandi, þá blæs vindur gjarnan úr norðaustri, þ.e. undir 30 - 45° horni, ræðst af ýmsum aðstæðum hvert hornið er. Eru þar að verki kraftarnir, sem valda sveigjunum á þriðju skýringarmyndinni í texta þínum, Trausti?
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 08:08
Þorkell. Þú ert vel með á nótunum sýnist mér. Nærri jörð hefur núningur þau áhrif að vindur blæs undir horni á þrýstilínurnar þannig að loft dælist inn í lægðir en út úr hæðum. Ég kem vonandi betur að þessu síðar.
Trausti Jónsson, 3.4.2011 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.