Skemmtilegar hitasveiflur í dag og í gær

Þessa dagana sjást miklar hitasveiflur á sjálfvirku veðurstöðvunum sumum. Þær hafa verið sérstaklega miklar á stöðvunum tveimur við Hafnarfjall og auk þess á nokkrum stöðvum fyrir austan, Kambanesi, Eyjabökkum og Þórdalsheiði. Sveiflurnar sjást vel á línuritum bæði hjá Veðurstofunni sem og vegagerðinni. Hiti á þessum stöðum og fleiri eru jafnvel þannig að það kólnar og hlýnar á víxl um 5-8 stig innan klukkustundar eða jafnvel frá einum 10 mínútum til þeirra næstu.

Meðan hiti hefur komist upp í meir en 10 stig á stöku stað á landinu hefur verið talsvert frost annars staðar á sama tíma.

Hornið á Hafnarfjalli virðist sérlega næmt fyrir hitasveiflum, en svo vill til að þar eru tvær veðurstöðvar þar sem innan við 1 km er á milli. Stöð Veðurstofunnar er við Hafnará, en stöð Vegagerðarinnar er á mel skammt þar fyrir norðan. Lítum á það:

Hafnarmelar-121210

Hér sjást hitasveiflur stöðvanna tveggja (Veðurstofustöðin er blá, Vegagerðarstöðin rauð). Græna línan sýnir mismun stöðvanna tveggja. Við sjáum að fyrir kl. 21 er hiti um 9 stig við Hafnará, en á sama tíma er hitinn á vegagerðarstöðinni aðeins rúmt eitt stig. Þegar hlýnar þar mjög skömmu síðar fer hitinn í um 11 stig og er þá um tíma um 3 stigum hlýrra en við Hafnará, en báðar stöðvarnar eru inni í hlýja loftinu. Síðan er stuttur tími um kl. 2 þegar kalda loftið læðist aftur að stöðvunum, en ekki lengi. Hafnárárstöðin datt út kl.8. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 1559
  • Frá upphafi: 2352696

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1403
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband