Hvenær náði þrýstingur síðast 1050 hPa?

Þótt líkurnar á því að þrýstingur nái 1050 hPa hér á landi í þessari umferð stendur spurningin í fyrirsögninni. Svarið er að það var 24. febrúar 2006 að þrýstingur á Dalatanga og Skjaldþingsstöðum komst í 1050,0 hPa. Næst á undan var 15 árum áður þegar hann fór í 1050,8 hPa á Egilsstöðum 16. apríl 1991. Síðustu 60 árin hefur þrýstingur náð 1050 hPa aðeins tvisvar i viðbót, á Galtarvita 9. janúar 1977 (1051,1 hPa) og á Akureyri og Dalatanga í febrúar 1962, þann 25. á Dalatanga og þann 26. á Akureyri, 1051,7 hPa á báðum stöðvum. Aðeins er kunnugt um örfá eldri tilvik.

Ég hef skrifað pistil um hæsta loftþrýsting á Íslandi á vef Veðurstofunnar og vísa á hann varðandi frekari fróðleik um metin og þau gildi sem næst þeim koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Er ekki orðið æði langt síðan 1050 hPa náðust í Reykjavík? Erum við kannski að tala um 19. öld?

Emil Hannes Valgeirsson, 12.12.2010 kl. 22:17

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ég held að þrýstingur hafi farið í 1050,0 hPa í Reykjavík þ.26. febrúar 1962. Athuganir frá því í desember 1917 hafa ekki fundist í Reykjavík - til samanburðar við Stykkishólmsmetið. Annars voru skilyrði þegar það met var sett (16. desember) óvenjuleg. Þrýstingur steig mjög snögglega upp í metið og féll nær samstundis aftur. Það mætti fjalla um síðar. Annars þarf að fara aftur til 19. aldar.

Trausti Jónsson, 12.12.2010 kl. 23:20

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Emil. Ég athugaði málið betur og sá að þrýstingur í Reykjavík fór í 1051,0 hPa kl. 12 þann 26. febrúar 1962 og var 1050,0 kl.9 þann dag. Fyrri talan er því hæsti þrýstingur sem Veðurstofan hefur mælt í Reykjavík.

Trausti Jónsson, 13.12.2010 kl. 13:24

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sko til. En þetta er allavega fyrir mína tíð.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.12.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 356
  • Sl. viku: 1573
  • Frá upphafi: 2352710

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1415
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband