Leifar fellibylja við Ísland

Fyrir um 30 árum kannaði ég tíðni tjónaveðra tengdum fellibyljaleifum við Ísland. Um niðurstöður þeirrar könnunar má lesa í tuttugu ára gamalli grein í Náttúrufræðingnum (aðgengileg gegnum timarit.is). Mér finnst greinin reyndar úrelt þannig að ég er ekki með tengil á hana hér. Þeir sem engu að síður vilja finna hana geta fundið tilvísun í lok þessa pistils.  

Nú er ítarleg skrá yfir fellibylji á Atlantshafi aðgengileg á heimasíðu bandarísku fellibyljastofnunarinnar, National Hurricane Center. Skráin er ekki stór (1,1mb) en talsvert pillerí er að fara í gegnum hana til að finna þá fellibylji sem okkur varða. Ég hef gert það og borið saman við hérlenda atburði.

Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir en gróflega má segja að leifar um 35 fellibylja hafi, síðan 1874 valdið einhverjum atburðum hér á landi. Oftast er um minniháttar foktjón að ræða, sem tilviljun ræður. Stundum hafa þó orðið stórfelldir skaðar, t.d. eins og árið 1900 og fjallað var um hér í fyrri pistli. Í stöku tilviki eru það vatnavextir og úrfelli sem er óvenjulegt, eins og t.d. 17. september 2008 þegar úrkomumet voru slegin (fellibylurinn Ike) eða 27. ágúst 1927 þegar lægsti loftþrýstingur í ágúst á landinu mældist í Hólum í Hornafirði, 960,9 hPa.

Í ágústveðrinu 1927 fór lægðin yfir landið suðaustanvert og í kjölfarið fylgdi mjög hvöss norðanátt með miklu hreti og varð flekkótt af snjó sums staðar á Vestfjörðum og í útsveitum á Norðurlandi. Helsta tjón: Bryggjur brotnuðu í sjávargangi á Siglufirði, síldveiðiskipin misstu báta. Norskt skip fórst á Grímseyjarsundi. Þetta voru leifar fyrsta fellibyls ársins, hann var nafnlaus.

Í fellibyljaskrá NHC er getið 435 fellibylja sem komust alla leið norður fyrir 45. breiddargráðu eða svo 1874 til 2008. Líkur eru á að einhverja vanti í skrána.

Trausti Jónsson (1990), Fellibyljir. Náttúrufræðingurinn 60 (2), bls. 57-68

 

Nýrri fróðleik minn um fellibylji almennt má sjá á vef Veðurstofunnar, fróðleikspistlarnir fellibyljir, sjö stúfar um fellibylji, tengillinn er á þann númer 7. Auðvelt á að vera að finna hina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 669
  • Frá upphafi: 2351230

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband