Háþrýstingur enn á ný

Hæðarhryggurinn sem gaf eftir um stund er nú að rísa upp á ný og ræður veðri hér í nokkra daga. Kortið sýnir stöðuna - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar - um hádegi á laugardag, 23.apríl. 

w-blogg220416a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, talsverður norðvestanstrengur er yfir landinu og norðan við það - í góðri hæðarsveigju. Mjög hlýtt er í hæðinni - litirnir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Guli liturinn er sumarhiti - undir liggur þó töluvert svalara vorloft - en frostmark verður í meir en 2500 metra hæð yfir vestanverðu landinu. 

Eins og margoft hefur komið fram á hungurdiskum áður er staða sem þessi þó frekar óþægileg - sitji hlýtt loft í norðlægri stöðu - þýðir það líka að kalt loft færist í suðlæga og við getum alveg orðið fyrir því síðar. 

En sé að marka reiknimiðstöðvar eru útrásir kalda loftsins ekki sérlega ógnandi á okkar slóðum - en við sleppum samt varla alveg. Kortið hér að neðan sýnir spána fyrir fimmtudag í næstu viku - lítið að marka hana en ágæt til fróðleiks og dæmi um möguleika í stöðunni.

w-blogg220416b

Hér er hæðarhryggurinn enn lifandi - en kuldapollur hefur brotist til suðurs á austurvæng hans - en er lítill um sig og fer hratt hjá. Telst varla til alvarlegra hreta - þótt býsna kalt sé á litlu svæði í pollinum miðjum. 

Það er hollt til samanburðar að líta á stöðuna á sama tíma í fyrra - þá gerði alvöruhret og við sjáum strax hversu miklu alvarlegra það var - kuldinn miklu meiri um sig. Við skulum vona að ekkert svona sé í pípunum í vor - en auðvitað getur enginn verið viss um að svo sé ekki. 

w-blogg220416c

Þetta kort er sum sé frá því í fyrra. 


Bloggfærslur 21. apríl 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 291
  • Sl. sólarhring: 365
  • Sl. viku: 800
  • Frá upphafi: 2351591

Annað

  • Innlit í dag: 276
  • Innlit sl. viku: 713
  • Gestir í dag: 273
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband