13.1.2013 | 01:58
Enn af kuldapollum
Það má upplýsa að fyrsta uppkast að fyrirsögn pistils þessa var svona: Stóri-Boli setur upp ísaldarhattinn. En það er æsifregnahljómur af slíku orðalagi - lesendur hefja þá lesturinn með þær væntingar að eitthvað mikið sé að gerast en verða síðan fyrir vonbrigðum þegar við tekur eitthvað illskiljanlegt mal um þrýstifleti, hita og þykkt.
En það er samt þannig - kuldapollurinn mikli sem hungurdiskar hafa kallað Stóra-Bola eða Vetur konung setur nú í raun og veru upp sín kuldadjásn.
Auk þess að mæla hita með venjulegum hitamælum og þá í stigum á kvarða er hiti mældur með því að reikna fjarlægð á milli jafnþrýstiflata, svokallaðri þykkt. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið, því meiri er fyrirferð þess, því kaldara því minna fer fyrir því. Hefð er fyrir því að mæla þykktina í dekametrum en rétt eins má nota aðrar lengdareiningar svo sem metra. Ef ekki er annað tekið fram er oftast verið að fjalla um fjarlægðina á milli 1000 hPa og 500 hPa flatanna þegar rætt er um þykktina.
Þrýstingur við sjávarmál er gjarnan ekki fjarri 1000 hPa, fer í aftökum niður í 920 (enn neðar í öflugum fellibyljum) og upp í um 1080 hPa. Þúsundhektópaskalaflöturinn er ofan við athugunarstað sé þrýstingur þar meiri en 1000 hPa, en ekki er hikað við að reikna hann niður í jörðina sé þrýstingur á athugunarstað lægri en 1000. Þykktin sveiflast á milli 4500 og 6000 metra og 500 hPa hæðin sömuleiðis.
En lítum á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem sýnir 500 hPa hæð og þykkt um hádegi á sunnudag (13. janúar). Að þessu sinni batnar kortið lítið við stækkun.
Kortið sýnir óvenjulegt svæði. Hér er Ísland neðarlega til hægri á myndinni. Útlínur Grænlands ættu að sjást og sömuleiðis kanadísku heimskautaeyjarnar og Hudsonflói.
Á fjólubláa svæðinu öllu er þykktin minni en 4920 metrar og dekksti liturinn þekur svæði þar sem þykktin er minni en 4740 metrar. Það hafa hungurdiskar oft kallað ísaldarþykktina. Við núverandi veðurlag fer þykktin yfir Íslandi sárasjaldan niður í fjólublátt - á ísöld er hins vegar líklegt að ísaldarþykktin hafi heimsótt landið að minnsta kosti endrum og sinnum. Þá hefur 4740 jafnþykktarlínan farið í þau föt sem 4920 metra línan klæðist í dag. Það er út af fyrir sig merkilegt að ísöldin heimsæki enn norðurhvel á hverjum einasta vetri.
Endrum og sinnum sjást enn lægri þykktartölur, allt niður fyrir 4600 metra en slíkt er sjaldgæft. Erfiðlega gengur að fá á hreint hversu lágt þykktin hefur mögulega farið lægst á ísöld - en ekki er víst að það hafi verið öllu neðar.
Á kortinu sjáum við lítinn dökkan blett með "ísaldarþykkt". - En lítum líka á jafnhæðarlínurnar. Sú næstinnsta er merkt með tölunni 498, það eru dekametrar eða 4980 metrar. Línurnar eru dregnar á 60 metra bili þannig að sú innsta sýnir hæðina 4920 metra. Þar sem sú lína sker 4740 metra jafnþykktarlínuna er munur á hæð og þykkt 180 metrar. Þúsundhektópasköl er því að finna í um 180 metra hæð yfir sjávarmáli. Þrýstingur fellur um 1 hPa á hverjum átta metrum. Við deilum 8 upp í 180 og fáum út 22,5 hPa, bætum 1000 við og sjávarmálsþrýstingurinn er 1022,5 hPa - (sem er óþarfanákvæmni).
Hvorki jafnhæðar- né jafnþykktarlínur eru mjög þéttar utanum miðju kuldapollsins og við tökum eftir því að bil á milli línugerðanna beggja er svipað. Þetta segir okkur að þrýstisviðið sé til þess að gera flatt í 1000 hPa og vindur líklega hægur.
Lítum nú á aðra mynd af sama svæði. Jafnþrýstilínur (við sjávarmál) eru heildregnar. Lituðu svæðin sýna nú hitann í 850 hPa á fjólubláu svæðunum er frostið meira en -20 stig og meiri en -30 stig á dekksta svæðinu.
Landaskipun er sú sama og á efra kortinu, Ísland neðarlega til hægri. Við sjáum kuldapollinn vel á hitakortinu (litirnir) en hann sést varla eða ekki í þrýstisviðinu. Það hringar þó litla lægð með 1020 hPa línunni. Við höfðum reiknað þetta út - og sömuleiðis vissum við fyrirfram að þrýstilínurnar væru ekki þéttar.
Nú um helgins liggur kuldapollurinn hreyfingarlítill. Meðan svo er stendur engin sérstök ógn af honum. En - spár gera ráð fyrir því að hryggur sem nú er yfir Alaska fari að stugga við honum. Það er reyndar farið að sjást á kortinu því ef vel er að gáð er kuldapollurinn ekki alveg samhverfur - miðjan liggur frekar á annað borð heldur en hitt - hún hallar sér á móti hryggnum aðsteðjandi, því meir sem ásóknin er meiri. Þá gerist það að miðja kuldapollsins fer að hreyfast samsíða vindstrengnum þar sem hann er mestur. Kuldapollurinn hefur hefur hreyfst úr stað.
Engin aðsókn sést enn á sjávarmálskortinu. Kalda loftið sem neðst liggur hreyfist lítið sem ekkert þótt kjarni háloftakuldans sé að færa sig. Þetta lága loft liggur því eftir í fyrstu og togar í loftið ofan við - rétt eins og strekkist á bandi sem bundið er í stein - steinninn fer af stað um síðir en strekkir á. En 500 hPa-flöturinn togast niður og reyndar allt fyrir ofan líka. togið merkist alveg upp í veðrahvörf.
Þegar háloftafletirnir síga eflist háloftalægðin að mun og þá myndast misgengi á milli þykktar- og hæðarflata sem býr til þrýstibratta og vind í lægri flötum allt niður að sjávarmáli.
Snúningur jarðar sér reyndar til þess að hreyfibrautir stórra kuldapolla eru gjarnan hringlaga þeir sækja til suðurs en sveigja fljótt aftur til austurs og norðurs. En þeir geta verpt litlum eggjum sem komast mun sunnar.
Spár gera ráð fyrir því að Stóri-Boli fari nú að hreyfast í hringi yfir Kanada norðanverðu og styrkist í leiðinni - vegna veðrahvarfaniðurtogs þegar kalda loftið neðar sullast um meginlandið. Svo virðist sem reikningar eigi erfitt með smáatriðin í þróuninni og sýna mjög misjafnar niðurstöður frá einu spárennsli til annars. Við fáum því fjölmargar útgáfur af framhaldinu á hverjum degi og lítið á þær að treysta nema rétt næstu 2 til 4 daga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 27
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 1708
- Frá upphafi: 2452585
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1577
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.