Í pistli hungurdiska í gær var minnst á dálítinn kuldapoll sem stuggaði við allra hlýjasta loftinu sem er á leið yfir landið. Loftið í miðju pollsins er þó mjög hlýtt miðað við árstíma en þrátt fyrir það notum við nafnið vegna þess að umhverfis miðjuna eru nokkrar lokaðar jafnþykktarlínur og kaldasta loftið er í miðjunni. Þetta er í raun sama reglan og við notum við skilgreiningu á lægðum og hæðum. Ekki þarf nema eina lokaða þrýstilínu í kringum svæði með lægri þrýstingi til þess að nota megi lægðarheitið. Textinn hér að neðan er tyrfinn og lesendur hér með varaðir við því.
En lítum á þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir hádegi á þriðjudag (14. febrúar). Fastir lesendur kannast við kortatáknmálið.
Jafnþykktarlínur eru heildregnar og svartar, mælt er í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Þykktin segir til um meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs - því hærri sem hún er því hlýrra. Litafletirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum, en gróflega má segja að hann sé í um 1300 metra hæð (en hæðin er í raun talsvert breytileg). Við sjáum erfitt er að finna hringlaga form í kringum pollinn í 850 hPa. Þrátt fyrir það má sjá að pollurinn sker norðan af hlýjasta geiranum og 5480 metra jafnþykktarlínunni sem nú í kvöld (mánudag) og fram eftir nóttu hefur verið stuggað til suðausturs.
Þegar þetta kort gildir er pollurinn á hraðri leið til austurs yfir landið og fer síðan suðaustur til Bretlands - spurning hvort hann veldur skít á Spáni eða í Norður-Afríku á fimmtudag eða föstudag. Þarlendir fylgjast væntanlega með því.
Þetta litla veðurkerfi tilheyrir reyndar dálítilli dæld í veðrahvörfunum og hefur lifað í nokkra daga. Hún slitnaði út úr heimskautaröstinni á fimmtudaginn - var þá langt suðaustur af Hvarfi á Grænlandi - fór síðan austur til Bretlands og svo þaðan vestur á bóginn og er hingað komin að sunnan - á öðrum hring í hringekjunni. Svo snyrtilega hefur verið fyllt upp í dældina að hennar gætir nær ekki í þrýstisviðinu við sjávarmál.
Lítum líka á spá um mættishita í veðrahvörfunum um hádegi á þriðjudag, á sama tíma og þykktarspáin gildir.
Þetta kort er ekki kunnuglegt - en það verður stundum að líta á eitthvað nýtt. Litirnir sýna mættishita í veðrahvörfunum, því hærri sem hann er því hærra standa veðrahvörfin. Mættishiti segir til um það hversu hlýtt loft yrði sem fært væri beint niður til sjávarmáls (þrýstileiðréttur hiti). Í raun og veru gerist það aldrei - þess vegna er ákveðið að kvarðinn sé í Kelvinstigum.
Það er einhvern veginn þægilegra að segja að loftið við veðrahvörfin í dældinni miðri sé 298K í stað 25°C. En hvaða tala er það sem þarna er skammt undan - rétt norðvestur af 298? Það sést sennilega ekki mjög vel á tölvuskjáum lesenda en reyna má að tvístækka myndina - (flestir kunna það). Þá sést e.t.v. að þetta er talan 356K, ef við breytum því í °C fæst 83°C. Það er einhvern veginn auðveldara að segja að mættishitinn sé 356K heldur en 83 stig - síðari talan kann að valda meinlegum ruglingi.
En hugsum ekki um það - við skulum heldur dást aðeins að auganu fallega yfir Grænlandshafi og slóðanum sunnan við það. Augað er ekki alveg samhverft, kaldast er nyrst í því (blár litur) og er þar síðan stökk til hærri hita. Af þessu má sjá að veðrahvörfin eru beygluð, nyrst í dældinni liggja þau inn undir sjálf sig - þau slúta þar fram yfir sig.
En þetta verður trúlega enginn var við niðri við jörð - hugsanlegt er að eitthvað sjáist á loftvogum þegar dældin fer hjá. Sömuleiðis er hugsanlegt að flugvélar í veðrahvarfahæð verði varar við brotið - þá sem ókyrrð - henni er þó ekki spáð þegar þetta er skrifað. Það er reynsla ritstjórans að einkennilegt skýjafar fylgir stundum brotum í veðrahvörfunum - en ætli lágský loki ekki fyrir slíkt.
Helbláa svæðið vestast á kortinu er alvörukuldapollur sem þokast í átt til Suður-Grænlands.
Að lokum skal þess getið að hiti hefur nú komist í nærri 14 stig á Fáskrúðsfirði og er litlu lægri í Grundarfirði - hvoru tveggja er óvenjulegt í febrúar. En ekki er öll nótt úti enn með hærri hita.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 11
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 1345
- Frá upphafi: 2455671
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1205
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.