Hiti í desember 2016 til febrúar 2017 (alþjóðaveturinn)

Á máli alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar stendur veturinn í þrjá mánuði, desember, janúar og febrúar. Hér á landi verðum við auðvitað að bæta mars við en sá mánuður er oft kaldastur vetrarmánaðanna. 

Hungurdiskar hafa stundum reiknað meðalhita alþjóðavetrarins í Reykjavík og Akureyri og birt línurit. Við skulum líta á þau meðan við bíðum uppgjörs Veðurstofunnar á febrúarmánuði. 

Meðalhiti alþjóðavetrarins í Reykjavík

Meðalhiti nýliðinna þriggja mánaða í Reykjavík reiknast 2,6 stig, það sama og á sama tíma 2013 - og reyndar nánast það sama og 2006 og 2003. Það hefur aðeins einu sinni verið marktækt hlýrra í sömu almanaksmánuðum, 1963 til 1964. - Það má kannski rifja upp að árið 1964 gerði nokkurra daga kuldakast um mánaðamótin janúar og febrúar og snjóaði þá mjög mikið sums staðar um landið vestanvert - þar með á heimaslóð ritstjóra hungurdiska - minna í Reykjavík - en allur sá snjór hvarf á braut á fáeinum dögum í febrúarblíðunni sem hélt svo bara áfram og áfram linnulítið fram undir miðjan apríl. 

Meðalhiti alþjóðavetrarins á Akureyri 1882 til 2017

Svipað má segja um Akureyri. Þar reiknast meðalhiti mánaðanna desember til febrúar 1,0 stig nú, sá þriðjihæsti á öldinni og hefur ekki oft verið hærri. Alþjóðaveturinn var hlýjastur á Akureyri 2006 og 1934. 

Ritstjórn hungudiska hefur verið undirlögð kvefpesterbiti nú um hríð og lítið lát virðist á - hefur því fremur hægt um sig þó mánaðamót séu og gengur eins og aðrir fjölmiðlar í klipu aðallega á endurteknu efni - eða þegir alveg. Lessendur beðnir um að sýna skilning á stöðunni. 


Mánaðarsnjódýptarmet á Akureyri - og á landinu

Í gær birtist hér tafla um hámarkssnjódýpt einstakra mánaða í Reykjavík. Látum hér fylgja samskonar töflu fyrir Akureyri og landið allt. 

Hafa verður í huga að á Akureyri var ekki byrjað að mæla snjódýpt reglulega fyrr en 1964 - snjóhula var að vísu metin fyrir þennan tíma - að mestu samfellt frá 1924 - en lítið er til af magnmælingum þessi fyrstu 40 ár snjóathugana þar. Nokkuð slumpbragð er á sumum tölum - en trúlega eru þær samt nærri lagi. 

Mesta snjódýpt hvers almanaksmánaðar á Akureyri 1964 til 2016:

 mánmetárdagursnjódýpt
1janúar197515160
2febrúar201627111
3mars199021.22.24.25.120
4apríl19901. til 7.100
5maí1989130
6júní199783
     
9september20052510
10október198112. til 19.50
11nóvember197222.70
12desember19657. til 9. 100

Og síðan landið - svo á að heita að taflan nái aftur til upphafs mælinga 1921 - en þær voru mjög gisnar lengi vel. 

 mánmetárdagursnjódýpt  
1janúar19742218 Hornbjargsviti
2febrúar19685217 Hornbjargsviti
3mars199519279 Skeiðsfossvirkjun
4apríl199017260 Gjögur
5maí19901204 Gjögur
6júní1995196 Kálfsárkot
7júlí19951715 Snæfellsskáli
       
7júlí - í byggð1966110 Grímsstaðir 
8ágúst19652640 Hólar í Hjaltadal (og 28.) - talið vafasamt (sjá næstu gildi undir töflu)
9september19752255 Sandhaugar
10október19982685 Lerkihlíð; Kálfsárkot sama ár. þ. 29.
11nóvember197222155 Sandhaugar
12desember196631200 Hornbjargsviti

ágúst: næstmest Sandbúðir þann 26. 1974, 21 cm, næstmest í byggð Grímsstaðir 10 cm 1971 og 1974. 

Tölur bæði apríl, maí og júní eru fyrningartölur eftir mikla snjóa fyrri mánaða(r).  

En pistillinn um mestu snjódýpt á Íslandi á vef Veðurstofunnar ætti að vera holl lesning. 


Bloggfærslur 28. febrúar 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 58
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 567
  • Frá upphafi: 2351358

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 485
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband