Eitt þriggja hlýjustu

Á landsvísu er árið 2016 eitt þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga hér á landi. Meðalhiti í byggð reiknast 5,0 stig, en reiknaðist 5,1 stig árin 2014 og 2003. Munurinn er ómarktækur. 

w-blogg301216

Meðalhitaröðin nær hér aftur til 1874 - er töluverðri óvissu undirorpin fyrstu 50 árin, en batnar síðan smám saman. Ekki er sérstök ástæða til að efast um hlýindin fyrir um 80 árum. Þá fór hæsta 10-ára meðaltalið í 4,1 stig - fyrst 1928 til 1937, en er nú 4,4 stig. Munurinn tæplega marktækur - en samt. 

Sé litið á tímabilið allt virðist hiti hafa hækkað um ríflega 1,1 stig á öld - en eins og venjulega hafa leitnireikningar ekkert gildi sem spár. Varla er ástæða til að búast við öðru en að við munum halda áfram að sjá stórar ára- og áratugasveiflur áfram - sem fyrr.

Eins og oft hefur verið fjallað um hér á hungurdiskum áður virðist staðbundinn breytileiki í hringrás lofts við Norður-Atlantshaf (vindáttir og þrýstimynstur) ráða ríflega helmingi breytileikans frá ári til árs - áratugasveiflur eru óskýrðar að mestu (þó ekki alveg) - en almenn hnattræn hlýnun getur skýrt heildarleitnina - að öllu eða að einhverju leyti. Við vitum hins vegar ekki hvar á kvarðanum við liggjum nú - hvert er vægi hagstæðrar áratugasveiflu og hvert er vægi hnattrænnar hlýnunar í þeim hlýindum sem við höfum búið við að undanförnu. - Sveiflan mikla milli áranna 2014, 2015 og nú 2016 er að miklu leyti skýranleg af vindáttum og loftþrýstimynstri. - Höfum samt fyrirvara með árið 2016 - ritstjórinn hefur enn ekki reiknað hringrásarþátt hlýinda þess, en gerir það vonandi um síðir. 


Bloggfærslur 30. desember 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 97
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1923
  • Frá upphafi: 2353125

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 1723
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband