Af stöđu veđurs ţađ sem af er mánuđi

Nú (ađ kvöldi 26. október) er mánuđurinn loks kominn í toppsćti á bćđi hita- og úrkomulistum í Reykjavík - og toppar hitalista víđast hvar á landinu. Sólskinsstundafjöldinn er nćrri botni.

Úrkomumet fyrir október í Reykjavík er orđin stađreynd - en hitinn getur auđvitađ slaknađ síđustu dagana - og met ekki í höfn. Hann stendur nú í 8,39 stigum - ómarktćkt ofan viđ 1959 (8,33 stig) og 1915 (8,30 stig). Bćđi síđastnefndu ártölin enduđu undir 8 stigum. Dagsmeđalhitasumman (viđ köllum hana punkta) er nú 218,1 punktar - sem ţýđir ađ 7 stiga međaltaliđ nćst - detti einhverjir dagar ekki niđur fyrir frostmarkiđ. - 30 punkta vantar upp á ađ 8 stig náist, hiti ţarf ađ vera ađ međaltali 6 stig eđa meira til mánađamóta - ekki líklegt - en rétt svo mögulegt samt.

Á Akureyri er međalhitinn ţađ sem af er 8,17 stig. Viđ getum ekki reiknađ daglega summu ţar lengra aftur en til 1936 og er ţetta hćsta tala á ţví tímabili, ómarktćkt ofan viđ 1946 (8,12 stig. Í Stykkishólmi er međalhitinn ţađ sem af er mánuđi 8,51 - ţađ langhćsta sömu daga ţar frá upphafi októbermćlinga 1846.

Eins og áđur sagđi er nýtt októbermet úrkomu í Reykjavík stađreynd - fáeinar ađrar stöđvar eru einnig nćrri úrkomumetum. Á Akureyri er úrkoman hins vegar ađeins 10.7 mm í mánuđinum til ţessa - en hefur ţó veriđ minni nokkrum sinnum, allra minnst 1939, 0,7 mm.

Sólskinsstundir hafa nú mćlst 29,8 í Reykjavík, hafa ţrisvar mćlst jafnfáar (1946, 1945 og 1962) og einu sinni fćrri 1969 (26,6) á Vífilsstöđum mćldust stundirnar fćrri 1922 (gćti veriđ rangt) og í hlýindamánuđinum mikla 1915, 14,8 (líklega rétt).

Áriđ - ţađ sem af er - hefur hnikast upp í 6. hlýjasta sćti á 68-ára Reykjavíkurlistanum (og stendur í 6,55 stigum), efst er 2003 sem var á sama tíma í 7,10 stigum. Til ađ komast í efsta sćtiđ - og verđa hlýjasta ár í Reykjavík frá upphafi mćlinga ţarf međalhiti ţađ sem lifir árs ađ verđa 3,8 stig - slík ósköp hafa reyndar átt sér stađ 4 sinnum í fortíđinni og ţar međ verđur enn ađ teljast frćđilegur möguleiki á slíku - en harla ólíklegt er ţađ samt. - međaltal síđustu 10 ára er 1,5 stig. - Međ ţví ađ halda ţví međaltali endađi áriđ í 5,65 stigum - og yrđi ţađ ţá međal tíu hlýjustu ára allra tíma í Reykjavík.

Vindhrađi í mánuđinum (á landsvísu) er í 9. sćti síđustu 19 ára - ekkert sérstakt ţar á ferđ. Stađbundiđ kann hann ađ liggja ofar á listum.


Bloggfćrslur 27. október 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 677
  • Frá upphafi: 2351238

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 607
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband