Tuttugustigasyrpunni lokið

Þar með lauk tuttugustigasyrpunni miklu. Hæsti hiti á landinu í dag (sunnudag) var 19,9 stig - á Brúsastöðum í Vatnsdal. Ekki munaði miklu - og vel er hugsanlegt að hiti merji 20 stigin á morgun og/eða á þriðjudag. En síðan minnka líkur á svo háum hita sé að marka spár. Syrpan varð 23 daga löng - glæsilegt met.

Fyrstu þrjár vikur þessa mánaðar eru býsna hlýjar - ekki langt í hlýjustu ágústmánuði allra tíma. En nú á að kólna. Að undanförnu hefur þykktin löngum verið um og yfir 5550 metrar - en fellur á næstu dögum niður fyrir 5400 og þá kólnar óhjákvæmilega.

Í dag var mikil hitabylgja á norðaustanverðu Grænlandi - þykktin yfir 5580 metrum - en hlýja oftið sópast burt til morguns og við tekur loft úr Norður-Íshafi.

Skammvinn hitabylgja er nú víða í Evrópu, frá Spáni til norðausturs um Þýskaland. Þar er þykktin yfir 5760 metrum - og telst það til fádæma á þeim slóðum. Veðurstofur á svæðinu hafa gefið út hitaaðvaranir. En norðan Miðjarðarhafs/Alpa stendur þetta ekki lengi.

Í dag - sunnudag eiga hungurdiskar tveggja ára afmæli, fyrsti pistill birtist þann 19. ágúst 2010. Í upphafi var ætlunin að reyna að halda úti því sem næst daglegum pistlaskrifum í tvö ár. Það hefur nú tekist - eða nærri því. Eiginleg pistlaskrif hófust þann 23. ágúst.

Þakka verður góðar undirtektir lesenda - sem vonandi hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Nú þornar um og uppskera getur orðið ójöfn eða dregist á langinn. En hver veit nema að frjósemistíð renni upp á ný og aftur verði reynt við því sem næst dagleg pistlaskrif. Birtist ný met af einhverju tagi - eða þá óvenjuathyglisverð veður má búast við umsögnum.


Bloggfærslur 20. ágúst 2012

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 1079
  • Frá upphafi: 2354743

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 961
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband