Köldustu júnídagarnir

Enn er fastur liđur á dagskrá: Köldustu og hlýjustu dagarnir í hverjum mánuđi á landinu síđustu 60 árin rúm. Komiđ er ađ júnímánuđi og fyrst lítum viđ á köldustu dagana. Allar tölur eru í °C.

Ţeir eru gríđarkaldir og ekki laust viđ ađ manni bregđi viđ ađ sjá tölurnar. Fyrst er ţađ međalhitinn:

röđármándagurmeđalh.
11975620,81
21975631,04
31975611,13
41997671,14
51952621,79
61975641,88
719736102,20
81975652,21
91983612,30
101956672,35
111952632,40
121977662,47
1319736112,49
141952612,57
151956662,58

Ţađ er reyndar eitt kuldakast sem er sérlega áberandi, fyrstu fimm dagar júnímánađar 1975 eru allir á listanum, ţar af í fyrsta til ţriđja sćti. Svo vildi til ađ vindur var víđast hćgur og fór ekki margt úrskeiđis nema ef telja á sigur Íslendinga á landsliđi Austur-Ţjóđverja i knattspyrnu á Laugardalsvellinum til úrskeiđa.  

Dagurinn í fjórđa sćti er frćgur fyrir ţađ ađ hiti var ţá ekki nema 3,6 stig klukkan 15 í Reykjavík. Daginn eftir var alhvítt á Eyrarbakka og á fleiri stöđum í lágsveitum Árnessýslu.

Í fimmta sćti er 2. júní 1952 - ţá var alhvítt á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum, snjódýpt 2 cm. Hvítasunnuhretiđ 1973, ţann 10. til 11. júní var eftirminnilegt. Ţá (ţ. 11.) mćldist lćgsti hiti sem vitađ er um á veđurstöđ á landinu í júní, -10,5 stig. Ţađ var í Nýjabć (á hálendisbrúninni suđur af Eyjafirđi). Tvennum sögum fór af ánćgju međ unglingamótiđ „Vor í Dal“ sem haldiđ var í Ţjórsárdal ţessa hvítasunnuhelgi.

Listi yfir lćgstu međallágmörkin er svipađur:

röđármándagurmeđallágm.
1197562-1,88
2195262-1,38
3197564-1,38
4199767-1,17
51973611-0,96
6197563-0,91
7195263-0,74
8197561-0,70
9195261-0,52
10197566-0,26

Ţetta eru nćrri ţví sömu dagarnir (sömu hret), röđin hefur hnikast lítillega. Listinn yfir lćgsta međalhámarkshitann er alltaf athyglisverđur. Flestir sofa á nóttunni og koma út í kaldan lágmarkshita morgunsársins, en síđan tekur dagurinn allur viđ. Stundum ţegar kalt er ađ morgni hlýnar vel í sól yfir daginn - en ekki alltaf jafnvel ţótt í júní sé. En - viđ mćtum ađ mestu sömu dögum. Ţeir eru kaldastir hvernig sem á máliđ er litiđ.

röđármándagurmeđalhám.
11975633,51
21975623,89
31997674,09
41975644,73
51952624,86
619736114,92
719736124,92
81956674,96
91983614,99
101975655,11

En viđ tökum eftir ţví ađ langt er síđan júnídagar hafa veriđ svona kaldir. Nýjasta dćmiđ á listunum er frá 1997 - fyrir 15 árum. En einhvern tíma kemur ađ ţví ađ nýsleginn kaldur júnídagur mćtir á svćđiđ og tređur sér inn á listana.

Annars skulum viđ hafa í huga ađ talsverđur munur er á međalhita fyrstu og síđustu júnídaganna, í Reykjavík er hann t.d. hátt í 2,4 stig. Dagur síđast í mánuđinum sem er álíka langt undir međallagi og ţeir á listunum hér ađ ofan á litla möguleika á ađ komast inn - ţótt hann sé ađ tiltölu jafnvel kaldari. Júní síđustu 15 ára er ekki alveg kuldakastalaus.


Bloggfćrslur 8. júní 2012

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 1059
  • Frá upphafi: 2354723

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 943
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband