Fer að verða óvenjulegt

Lítið hefur rignt um landið suðvestan- og vestanvert í maí og það sem af er júní. Þetta eru mikil viðbrigði eftir alla úrkomuna í vetur. Við minnumst þess t.d. að í febrúar var aðeins einn dagur úrkomulaus í Reykjavík.

Meðalúrkoma í maí og fyrstu tíu dagana í júní er í kringum 60 mm í Reykjavík, en nú hafa aðeins um 20 mm fallið á sama tíma, þar af aðeins 0,9 mm í júní. Þetta er að jafnaði þurrasti tími ársins og enn vantar upp á að um metþurrk sé að ræða. En vert er að fara að gefa þessu gaum.

Síðustu árin hefur oft verið einkennilega þurrt seint á vorin og nokkuð fram eftir sumri, sérstaklega um landið vestanvert.

Spár sem ná viku til tíu daga fram í tímann eru aldrei sammála um úrkomumagn en lítið er að hafa í þeim flestum um þessar mundir. Evrópureiknimiðstöðin setur þó skúraveður inn á sunnanvert landið næstu dagana - en er mjög þurrbrjósta gagnvart Vesturlandi. Bandaríska langtímaspáin er með 3 til 4 mm í Reykjavík næstu tíu daga.

En heldur kaldara - og óstöðugra loft leitar nú til landsins og þá aukast líkur á skúraveðri - en engar afgerandi lægðir eru í nánd. En hér er engu spáð - en lesendum bent á vef Veðurstofunnar.

Svo í framhjáhlaupi:

RÚV bauð upp á óvænta endursýningu að afloknum fréttatíma kl. 22 í kvöld (mánudag 11. júní). Þá fengum við að sjá - í heilu lagi - veðurfréttir frá 23. ágúst 2011. Hversu margir tóku eftir þessu? Er hugsanlegt að fréttatíminn hafi verið jafngamall líka? Voru þetta allt gamlar fréttir? Væri hægt að sýna gamlan fréttatíma (eða fótboltaleik) án þess að nokkur taki eftir því? Reika gráðugar gamlar veðurfréttir um í kerfinu tilbúnar að stökkva fram og gleypa þær nýju með húð og hári.


Bloggfærslur 12. júní 2012

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide11
  • w-1945v
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 1057
  • Frá upphafi: 2354721

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 941
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband