Spurning (eiginlega upprunnin í Svíþjóð)

Blogg sænsku veðurstofunnar vakti athygli á því á dögunum að lægsti lágmarkshiti júlímánaðar í Svíþjóð allri hefði verið lægri en lægsta lágmark júnímánaðar. Spurt var hversu oft þetta hefði gerst (það var sjaldan). Sömuleiðis var sjaldgæft að júlílágmarkið væri lægra en það í ágúst - og aldrei hafði það átt sér stað í Svíþjóð að júlílágmarkið hefði verið lægra en bæði júní- og ágústlágmark sama árs.

Þetta vakti forvitni ritstjóra hungurdiska. Eitthvað hefur hann gefið þessu gaum áður - en man ekki hvar eða hvenær. En júnílágmarkið í ár var alla vega lægra en júlílágmarkið hér á landi - þannig að 2020 er ekki á listanum - eins og í Svíþjóð.

Athugunin nær aftur til 1874 - og aðeins er leitað að lágmarkshita á byggðarstöðvum. Ekki að slíkt skipti svo miklu máli í þessu tilviki - nema að á árum áður var í allmörgum tilvikum athugað á hálendinu á sumrin - þá ekki í júní, heldur aðeins júlí og ágúst. Einfaldast er því að sleppa hálendinu alveg. 

Frá 1874 hefur það gerst 10 sinnum að júlílandslágmarkið hefur verið lægra en það í júní. Síðast gerðist það árið 2007, og á þessari öld líka 2003. 

Það er aðeins oftar að júlílágmarkið hefur verið lægra en ágústlágmarkið (kom ritstjóranum kannski dálítið á óvart). Hefur gerst 22 sinnum (við vitum ekki enn hvað gerist 2020). síðast 2006 og 2004. 

Eins og fram kom að ofan heftur það ekki gerst í Svíþjóð að júlílágmarkið hefur verið lægra heldur en bæði júní- og ágústlágmarkið sama ár. Hér á landi vitum við hins vegar um tvö tilvik, 1944 og 1986. 

Sem aukaafurð fannst að það er aðeins eitt sumar (júní, júlí og ágúst) sem hefur verið alveg frostlaust á íslenskum veðurstöðvum (í byggð). Það var 1880. Lægsti hiti þá mældist 0,2 stig. Nær öruggt er að þetta sumar hefði ekki sloppið við frost hefði verið mælt víðar en gert var - þessi árangur er því ómark. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 2343353

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband