Kemst lægðin ekki til okkar?

Myndin sem hér fylgir sýnir skýjafar við landið nú í kvöld (miðvikudag 7. mars).

avhrr_180307_2227

Nokkur skýjabakki og úrkoma honum fylgjandi er yfir Austurlandi, éljagangur að sjá við norðausturströndina og á ystu annesjum nyrðra, en annars er landið að mestu klárt. Í vestri er hins vegar töluverður skýjabakki. Hér á árum áður hefði ritstjórinn búið sig undir snjókomu frá honum strax á morgun - en ekki eru reiknimiðstöðvar sammála þeirri fljótfærnisályktun. 

Þær halda því nefnilega fram að lægðin sem situr vestast á myndinni eigi bara að halda sig þar fram á föstudag - og hörfa þá til suðurs. Bakkinn komist hins vegar í augsýn og kannski rúmlega það - en skili engri úrkomu á landi. Ótrúlegt en satt (að sögn). Ritstjórinn man samt eftir lægðum sem þessum - sérstaklega einni náskyldri frá því í mars 1964 - sú kom að lokum - ætli það hafi ekki verið fjórir dagar sem hún lét bíða eftir sér. 

Við vonum bara að þetta sé rétt hjá reiknimiðstöðvum - og tökum ofan fyrir þeim (ef ...).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 187
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 1811
  • Frá upphafi: 2349771

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 1640
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband