12.1.2018 | 22:15
Harla merkileg staða
Námund við veðurmet heillar ætíð veðurnördin - þau kunna að meta hið sjaldséða. Eins og fjallað var um í pistli í gær fáum við nú yfir okkur efri hluta hringrásar kuldapollsins Stóra-Bola, Grænland sér um að skera versta kuldann undan honum áður en hingað er komið - en hér fer hæð 500 hPa-flatarins neðar en gerst hefur um langt skeið. - Leit í metaskrám ritstjórans skilar aðeins örfáum ámóta eða lægri gildum. - Enn er auðvitað spurning hvort spár reiknimiðstöðva eru réttar.
Við skulum líta lauslega á málið.
Myndin sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum kl. 6 á mánudag (15. janúar). Jafnhæðarlínur eru heildregnar - innsta línan í kringum kjarna lægðarinnar sýnir 4740 metra. Eins og venjulega er þykktin mörkuð með lit, því minni sem hún er því kaldara er í neðri hluta veðrahvolfs. Við sjáum greinilega hvernig Grænland hefur stíflað framrás kuldans í vestri til austurs - það er aðeins mjó tunga sem nær suður fyrir Hvarf og þaðan til austurs. - Grænland bjargar okkur ekki alltaf í svona stöðu - en mjög oft.
Við sjáum líka gríðarlega vindröst sunnan Grænlands og stefnir hún á Bretland. Kalda loftið sækir aðeins á undir henni - en við sjáum enga bylgju á hlýja loftinu. Engin kryppa er á jafnþykktarlínunum. - Eins gott, því slíkt myndi gefa tilefni til fárviðra á svæðinu. Staðan ógnar Evrópu í raun og veru næstu daga - þó nýjasta runa reiknimiðstöðvarinnar sé tiltölulega hógvær í þeim efnum - en veðurfræðingar þar um slóðir verða að fylgjast vel með.
Og það verður að gera líka hér á landi. Það er enn óráðið hvernig fer með gusuna sem fylgir ferð kuldapollsins yfir Grænland og yfir á Grænlandshaf. Hún kemur hér að landi síðdegis eða undir kvöld á morgun, laugardag 13. janúar. Sem stendur telja spár að foktjón sé ekki mjög líklegt - en aðalóvissan varðar samgöngur og sjávarstöðu. Rétt fyrir „aðila“ að fylgjast vel með spám og veðri (- auk þess að berja gamlar loftvogir og gefa á veður- og sjávarhljóðum gaum).
Loftþrýstingur fer mjög neðarlega - annað hvort strax á sunnudag eða þá á aðfaranótt mánudags. Kortið sýnir tillögu evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á mánudagsmorgni með 943 hPa lægð við Suðvesturland. Við vitum þó að líkanið nær smærri lægðum innan í stórum kuldapollum frekar illa marga sólarhringa fram í tímann og ekki víst að þrýstingur verði alveg svona lágur í lægðarmiðjunni þegar hér er komið sögu.
En hvaða tilvik eru það sem keppa við þetta í lágri 500 hPa-hæð? Þau eru fljóttalin - í öfugri aldursröð:
a. 5. janúar 1983 - einhverjir hljóta að muna hríðarveðrin miklu á Suðvesturlandi í kringum þá dagsetningu - loftþrýstingur fór niður í 929,9 hPa á Stórhöfða.
b. 8. febrúar 1982 - þá sluppum við furðuvel, en þrýstingur fór niður í 937,0 hPa á Keflavíkurflugvelli og banaslys varð í umferðinni í illviðri á Kjalarnesi.
c. 7. janúar 1952 - eitt mesta útsynningsveður aldarinnar, tveimur dögum áður hafði þrýstingur farið niður í 941 hPa í Stykkishólmi. Um þetta veður ritaði ritstjóri hungurdiska tvo langa pistla fyrir rúmu ári.
d. 3. janúar 1933 - og aftur þann 15. sama mánaðar (e.). Í fyrra tilvikinu var veður furðugott, en loftþrýstingur fór niður í 923,9 hPa á Stórhöfða og niður í 925,9 hPa í Reykjavík. Í síðara tilvikinu var hið versta veður, stórbrim og mikil útsynningshríð með samgöngutruflunum. - Þann 12. fauk úrkomumælirinn á Stórhöfða í Vestmannaeyjum - fannst morguninn eftir.
f. 8. febrúar 1925. Halaveðrið svonefnda.
Listinn er ekki lengri - en lengist nokkuð ef við gefum 20 til 30 m hæð til viðbótar.
Þetta eru 5 eða 6 tilvik (þau frá 1933 kannski ekki alveg óháð).
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 8
- Sl. sólarhring: 192
- Sl. viku: 2069
- Frá upphafi: 1604175
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1794
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.