Sunnanáttarvæntingar

Nú er sunnanáttarhljóð í reiknimiðstöðvum. Við lítum á kort sem sýnir stöðuna í háloftunum síðdegis á mánudag, 8. janúar.

w-blogg070118a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, þar sem þær eru þéttar er vindur mikill. Þykktin er sýnd í lit en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. 

Ísland er á kortinu í mikilli sunnanátt og hlýnandi veðri - og þar með trúlega mikilli úrkomu um tíma um landið sunnanvert. Að undanförnu hefur verið ákveðin tilhneiging til hæðar- eða hryggjarmyndunar yfir Skandinavíu og kannski er nú að verða af slíku. Bylgjugangurinn úr vestri er reyndar nokkuð stríður og bæði ræðst hann á hrygginn og byggir hann upp - má vart sjá hvort hefur betur upphleðsla eða niðurrif. 

Kuldapollurinn Stóri-Boli er aftur að komast í sæti sitt eftir nokkra útrás til suðurs að undanförnu og eitthvað er að hlýna aftur í Bandaríkjunum - í bili að minnsta kosti. Í Evrópu fer framhaldið mjög eftir því hvort hryggurinn slitnar frá og myndar sjálfstæða hæð - fari svo gæti kalt loft úr austri skotið sér vestur úr og valdið vandræðum - jafnvel verulegum. En um þann möguleika eru spár ekki sammála. 

Hér á landi er gert ráð fyrir nokkrum hlýjum landsynningshvassviðrum í röð - en vægum sunnanáttum eða hægum svalari útsynningi á milli. - Lengra framhald ræðst svo auðvitað af örlögum hæðarinnar - víki hún gætum við lent aftur í norðanáttum - standi hún sig og setjist að fyrir norðan eða norðaustan land gæti tíð orðið góð hér á landi. Um þetta vitum við þó ekkert - auðvitað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a
  • w-blogg110424b
  • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1795
  • Frá upphafi: 2347529

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1542
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband