Hvaš getur hiti oršiš lįgur į Ķslandi?

Hér fylgja mjög langar vangaveltur og lķtiš er um svör. Löng og torsótt leiš er aš žvķ svari sem žó er gefiš. Munu margir gefast upp įšur en komiš er į leišarenda og ašeins mestu žrekmenn komast alla leiš. Hvaš finna žeir žar? Gengu žeir framhjį svarinu į leišinni?

Viš byrjum į umręšum um „žykktina“, hugtak sem oft kemur viš sögu į hungurdiskum.

Žykktin (fjarlęgšin) milli 500 og 1000 hPa flatanna er įgęt nįlgun į hita ķ nešri hluta vešrahvolfs. Žvķ minni sem hśn er žvķ kaldara er loftiš. Venja er aš męla hana ķ dekametrum (1 dam = 10 metrar), 500 hPa flöturinn er į vetrum aš mešaltali ķ um 5,2 km hęš, en žaš eru 520 dam, 1000 hPa flöturinn žį aš mešaltali mjög nęrri yfirborši eša ķ 0 dam.

Sé notast viš žessar tölur vęri žykktin 520 dam (520-0). Sé žrżstingur viš jörš lęgri en 1000 hPa er 1000 hPa-flötinn strangt tekiš hvergi aš finna, en til aš žykktin sé reiknanleg er mišaš viš aš žrżstingur breytist um 1 hPa į hverja 8 metra og žrżstingur viš jörš er framlengdur nišur fyrir sjįvarmįl. Sé žrżstingur t.d. 995 hPa er 1000 hP-flatarins aš leita ķ fjarlęgšinni 5*8 = 40m = 4dam undir sjįvarmįli eša ķ -4 dam hęš. Sé 500 hPa hęšin į sama tķma 520 dam yrši žykktin 524 dam (520 mķnus -4 = 520+4)).

Mjög sjaldgęft er hérlendis aš žykkt fari nišur fyrir 495 dam og sömuleišis er sjaldgęft aš hśn fari yfir 550 dam aš vetrarlagi. Frį og meš 1949 hefur hśn minnst oršiš 489 dam yfir landinu (ašfaranótt 1. mars 1998), nęstlęgstu gildin eru 490 dam (ašfaranótt 28. desember 1961) og 493 dam (4. janśar 1968 og 18. desember 1973).

Afburšakalt var į landinu alla žessa daga og mį af rįša aš aftakalįgri žykkt fylgja aftakafrosthörkur. Žaš lętur nęrri aš hver dekametri samsvari u.ž.b. 0,5°C fyrir allt loftlagiš milli žrżstiflatanna tveggja. Aš vetrarlagi ręšur śtgeislun mjög hita yfir landi, žykktin „ofmetur“ žį hita ķ nešstu lögum, mismikiš žó.

Fyrsta myndin sżnir tķšnidreifingu žykktarinnar yfir Ķslandi 1949 til 2016. Til ašstošar var bandarķska endurgreiningin svonefnda notuš auk gagna frį evrópureiknimišstöšinni. Ašeins var litiš į gildi yfir mišju landi (65°N, 20°V) og ķ greiningu į hįdegi hvers dags. Ķtrustu aftök vantar žvķ ķ skrįna – žau hitta hvorki į mitt land, né į hįdegi. Ķ safninu eru 24.837 dagar.

w-blogg060118a

Ķ žessum pistli höfum viš einkum įhuga į lįgri žykkt – köldum dögum. Gögnin segja okkur aš į žvķ 68 įra tķmabili sem undir liggur hafi hįdegisžykktin veriš 500 dam eša lęgri ašeins 53 sinnum, innan viš einu sinni į įri aš mešaltali. – Enda sést varla marka fyrir žeim į tķšniritinu. Žykktin er 510 dam eša minni ķ um 3,4 prósent daga. Žaš eru žó 12 dagar į įri.

Į nęstu mynd mį sjį dęmi um samband žykktar og lęgsta lįgmarkshita į landinu. Gögnin voru matreidd žannig aš eftir aš žykkt dagsins var fundin var jafnframt leitaš aš lęgsta lįgmarkshita ķ byggšum landsins sama dag. Aš žvķ loknu var mešaltal reiknaš fyrir hvern dekametra ķ žykkt, auk žess sem lęgsta lįgmark og hęsta lįgmark sama dekametra var fundiš.

w-blogg060118b

Blįu krossarnir į myndinni sżna lęgsta landslįgmark hvers žykktarbils fyrir allt įriš og vķkur mjög frį beinni lķnu. Raušu krossarnir sżna hęsta landslįgmark ķ hverju žykktarbili, vik frį beinni lķnu er mun minna en frįvik blįu krossanna en vikiš stafar trślega af fjöldarżrum žżšum hęstu og lęgstu žykktarbilanna (sjį fyrri mynd), lķklegt er aš eftir žvķ sem stökum ķ bilunum fjölgar (meš įrunum) muni tilviljun sveigja efsta og nešsta hluta „blįa žżšisins“ nęr beinni lķnu.

Mešallandslįgmark hvers žykktarbils er merkt meš gręnum krossum og er beina gręna lķnan ašfallslķna mešalžżšisins sem fellur mjög vel aš gögnum. Hafa ber ķ huga aš į myndinni er ekki tekiš tillit til įrstķšasveiflu af neinu tagi. Takiš eftir žvķ aš hallatala gręnu lķnunnar er hér 0,40°C/dam sem er ķviš minna en žau 0,5°C/dam sem minnst var į aš ofan.

Sitthvaš athyglisvert mį sjį į myndinni og skal bent į nokkur atriši.

(i ) Lęgsti lįgmarkshiti į landinu hefur alltaf veriš undir frostmarki žegar žykktin er undir 520dam.

(ii) Ekki er tryggt aš frostlaust sé į öllum stöšvum jafnvel žó žykktin sé ķ algjöru hįmarki, lķkur eru žó sįralitlar sé žykktin yfir 557dam. Ķ žessum tilvikum mį žó ętķš reikna meš žvķ aš um „gamalt“ loft sé aš ręša sem ekki hefur blįsiš burt žegar hlżja loftiš kom yfir - eša aš kalt sjįvarloft rįši rķkjum į śtnesjum. Örfįar stöšvar į landinu geta „leyft sér“ aš hegša sér meš žessum hętti – kynna mętti žęr viš annaš tękifęri.

(iii) Lęgstu gildin (frost meir en 30°C) eru öll į žykktarbilinu 507 til 520, viš lęgri žykkt eru lęgstu landslįgmörk hęrri. Žetta stafar af einhverju leyti af žvķ hversu miklu algengari žykkt į efra bilinu er en žvķ nešra og lķtiš śrtak nešri gildanna hafi enn ekki skilaš lęgstu mögulegu gildum viš žį žykkt.

Ef viš t.d. framlengjum grįu lķnuna sem sett hefur veriš nęrri nešstu punktunum į bilinu 540 til 510 nišur til 490 sitjum viš uppi meš rśmlega 40 stiga frost ķ lęgstu žykktinni. Mišaš viš žetta žurfum viš ekki aš gera rįš fyrir žvķ sem skżringu į metkuldanum um 20. janśar 1918 aš žykktin hafi veriš undir 490dam. Dagarnir žeir hafi bara „hitt vel ķ“ – rétt eins og ašrir dagar sem nęrri grįu lķnunni liggja - nżtt landslįgmarksmet mun geta falliš įn žess aš lįgžykktarmet sé endilega slegiš. Lķkur į nżju lįgmarkshitameti verša žó meiri fari žykktin enn nešar - sem hśn getur gert. 

Aš minnsta kosti tvęr ašrar skżringar į hįum lęgstu lįgmörkum viš lįga žykkt koma til greina.

(i) Kuldaköst rįšast mjög af ašstreymi, en Ķsland er eyja og kalt loft sem berst til landsins žarf aš streyma yfir sjó sem er miklu hlżrri. Sé ašstreymiš tiltölulega hęgt hitnar loftiš mjög aš nešan og veršur mjög óstöšugt meš žeim afleišingum aš uppstreymi hefst og žar meš blöndun (og žykktin hękkar smįm saman). Žvķ kaldara sem ašstreymisloftiš er (žvķ minni sem žykkt žess er) žvķ óstöšugra veršur žaš yfir sjó. Į bak viš dreifingu landslįgmarks mį finna stöšugleikaróf, en žaš (rófiš) er ekki eins fyrir öll žykktarbil. Sé žykktin mikil eru möguleikar į afbrigšilega miklum stöšugleika ķ nešstu lögum miklir, eftir aš loft er oršiš kaldara heldur en sjórinn hrašminnka möguleikar į miklum stöšugleika ķ nešstu lögum. Žetta žżšir aš jafnvel žótt stök ķ žykktarbili viš t.d 495 vęru jafn mörg og stök ķ bili viš 515 vęri lķklegra aš finna gildi fjarri mešallķnunni ķ sķšarnefnda bilinu en žvķ fyrra. Af žessari įstęšu mętti žvķ bśast viš žvķ aš sjórinn „spillti fyrir“ möguleika köldustu dagana til landsmeta fari žykkt nišur fyrir įkvešin mörk sem gögnin benda til aš séu hér į landi nęrri 510dam. En muna skal aš žessir dagar eru žrįtt fyrir allt žeir köldustu į landsvķsu žvķ ofsafrost viš sjóinn er einungis mögulegt žegar žykktin er mjög lįg.

(ii) Kalt loft (lįg žykkt) sem berst meš hvössum vindi til landsins veršur sķšur fyrir įhrifum af sjónum en loft sem kemur ķ hęgvišri, einfaldlega vegna žess aš žaš er styttri tķma yfir hlżrri sjó. Ķ hvassvišri blandast loft hins vegar ķ nešstu lögum vegna kviku og stöšugleiki ķ kvikulaginu er lķtill. Hvassvišriš breytir žvķ stöšugleikarófi žykktar rétt eins og sjįvarhitinn einn og sér og spillir fyrir stórum neikvęšum hitavikum viš lįga žykkt.

Žegar vešurlagiš 1918 og 1881 er skošaš frekar kemur ķ ljós aš kuldaköstin um 20. jan 1918 og 20. mars 1881 eiga žaš sameiginlegt aš vindur var hęgur og vešur bjart dagana sem kaldast varš. Óvenju kalt loft kom aš landinu ķ bįšum tilvikum ķ įkvešinni noršanįtt, lyftist og kólnaši innręnt į leiš sinni fram dali, metin uršu sķšan žegar loftiš kólnaši enn frekar meš hjįlp śtgeislunar. Hitahvörf myndast žį skammt frį yfirborši, en viš slķk skilyrši veršur hiti ekki lęgstur į fjallatindum heldur ķ skįlarlaga sléttlendi fram til heiša žar sem loft sér ašeins hęga śtrįs, Svartįrkot, Möšrudalur, Grķmsstašir og Mżvatn eru einmitt dęmi um slķka staši.

Trślega mį finna svipašar ašstęšur heldur hęrra yfir sjó, fjölgun sjįlfvirkra vešurstöšva veršur til žess aš slķkir stašir finnast um sķšir, en hęgt vęri einnig aš leita aš žeim meš hjįlp landupplżsingakerfa og vešurlķkana. Ritstjóri hungurdiska (og fleiri) sitja yfir spįkortum harmonie-lķkansins og leita aš afburšalįgum tölum žįsjaldan mikil kuldaköst gerir.

Landfręšilega svipaša staši mį einnig finna į lįglendi en lķkur į algjörum metum eru minni žar vegna žess aš žaš munar um innręnu kólnunina sem įtti sér staš žegar loftiš streymdi upphaflega til hęrri staša. Sömuleišis eru algjör met ólķkleg sunnan vatnaskila vegna žess aš žar rķkir loft sem er į nišurleiš.

Ķ hvassvišri er hins vegar kaldast į fjallatindum žvķ žį er loft oftast vel blandaš og hitahvörf ekki aš finna fyrr en komiš er upp fyrir flesta ef ekki alla tinda hér į landi. Fyrsti dagur fįrvišrisins sem gerši ķ lok janśar 1881 (kennt viš póstskipiš Fönix) var afspyrnukaldur, žį var hiti ķ Stykkishólmi -25,4°C ķ noršaustan 5 vindstigum aš fornum hętti (20-25m/s). Lķklegt er aš hiti ķ 1000 m hęš hafi žį veriš -34 til 35°C og jafnvel -40°C ķ 1500m (sem aldrei hefur gerst į sķšari įratugum). Af žessu mį sjį aš ólķklegt er aš kuldamet verši slegin į vešurstöš sem er undir 1200 til 1500 m hęš vegna innręns hitafalls eingöngu, en į tindi Öręfajökuls gęti frostiš viš slķk skilyrši oršiš meira. - Eins konar „śtgeislunarvišbót“ žarf aš koma til. 

Hiti hefur veriš męldur ķ Möšrudal eša į Grķmsstöšum ķ hįtt ķ 140 įr og ķ um 90 įr viš Mżvatn. Lįgmörkin 1918 teljast žvķ nokkuš örugglega 100 įra gildi landslįgmarks, mišaš viš žetta gisiš stöšvakerfi. Lįgmarkiš frį Neslandatanga viš Mżvatn frį 1998 viršist ķ fljótu bragši vera 40 til 50 įra lįgmark žar ef mišaš er viš samtķmalįgmörk nįgrannastöšva, en varlegt er žó aš fullyrša žar um fyrr en męlt hefur veriš ķ enn fleiri įr.

Hafķs eykur greinilega lķkur į žvķ aš mjög kalt loft berist aš landinu (žaš sżnir hegšan kuldakasta į hafķsįrunum svonefndu, 1965 til 1971) – heimskautaloftiš er žį styttri tķma yfir sjó į leiš til landsins. Lķklegra veršur žvķ aš telja aš algjört lįgmarksmet verši sett ķ hafķsįri fremur en hafķslausu, en žó skal bent į žaš aš marslįgmarkiš ķ Möšrudal 1962 kom įn hafķss og viš tiltölulega hįa žykkt. Samsvarandi tilvik meš lęgri upphafsžykkt gęti žvķ gefiš nokkru lęgri hita og žar meš oršiš ógnun viš ašalmetin frį 1918.

Śtgeislunarskilyrši hljóta aš hafa veriš meš besta móti 1962, ef sį ólķklegi kostur kemur upp aš jafngóš skilyrši skapist viš žykktina 490 dam og gerši žį viš 520 dam gęti hitinn, žykktarinnar vegna, oršiš 15 stigum lęgri en -33°C, ž.e. -48°C. Loftiš sem lį yfir Möšrudal 1962 var aš vķsu žangaš komiš viš nokkru minni žykkt en var sjįlfan metdaginn, viku įšur hafši žykktin fariš nišur ķ 500 dam, sé mišaš viš žį tölu gefa 490 um 5°C lęgri hita en -33°C, ž.e. -38°C. Žaš er hins vegar mikill „vandi“ aš halda lofti yfir sama staš i viku, til žess mį ekkert loft renna burt svo heitiš geti, en ķ staš žess sem rennur burt kemur hlżrra loft aš ofan og spillir metum auk žess sem hinn minnsti vindur blandar hlżju lofti aš ofan nišur ķ kalda lagiš nešst. Snjór veršur auk žess aš vera į jöršu til aš jöršin fari ekki aš velta žunnu loftlagi nešan hitahvarfa. 

Aš vetrarlagi getur loft kólnaš mjög ķ nešstu lögum vegna śtgeislunar og žar sem žannig hagar til aš loftiš rennur ekki jafnóšum ķ burtu getur kuldi legiš yfir jafnvel dögum saman sé vindur hęgur eša enginn og blöndunarmöguleikar žvķ takmarkašir. Žegar sól hękkar į lofti endist śtgeislunarkuldi yfirleitt ekki nema frį sólarupprįs og fram į dag sé kalda loftlagiš žunnt. Kalt loft rennur aš jafnaši burt eftir halla undan žunga sķnum ekki ósvipaš og um vatn vęri aš ręša. Sé land bratt į leiš žess aukast lķkur į ókyrrš og žar meš blöndun viš hlżrra loft ofan viš. Žetta veldur žvķ aš kuldamet eru sjaldan slegin žar sem brattlendi er nęrri žó skżranlegar undantekningar megi finna frį meginreglunni.

Loft sem leitar nišur į viš vegna įhrifa žyngdaraflsins hlżnar aš sjįlfsögšu vegna žrżstihękkunar, en jafnframt heldur śtgeislun įfram žannig aš žaš kólnar. Fer žį eftir ašstęšum hvort hefur betur, sé hreyfingin mjög hęg og landlękkun ekki mikil er lķklegt aš loftiš haldi įfram aš kólna eftir aš žaš leggur af staš.

Sömuleišis kemur fyrir aš žaš hittir annaš loft sem lķka er į nišurleiš upprunniš į annarri heiši eša ķ öšrum dal. Sé vindur nęgilega hęgur er ekki ólķklegt aš žaš loft sem hęrri męttishita hefur lendi ofan į hinu. Žetta gęti t.d. gerst inni ķ Eyjafirši, veikur straumur lofts meš mjög lįgan męttishita leitar śt breišan dalinn en loft śr hlķšunum sem kemur hęrra aš og aš auki śr meiri bratta (blandaš) og hefur žvķ hęrri męttishita, lendir ofan į loftinu ķ mišjum dalnum sem heldur įfram sinni hęgu hreyfingu til Akureyrar. Žetta veldur žvķ aš lęgsti hiti ķ Eyjafirši öllum getur oršiš į svęšinu rétt viš fjaršarbotninn.

Eitt atriši vill gjarnan gleymast ķ umręšunni um śtstreymiš, loftiš sem kemur ķ staš žess sem streymdi burt. Leki loft af stórri sléttu hęgt ķ įtt til sjįvar veršur hęgfara nišurstreymi yfir, žar er ętķš fyrir loft meš hęrri męttishita og sé lekinn nęgilega mikill endar žetta loft nišur undir jörš og hitinn į sléttunni hękkar. Hér er aušvitaš einnig um samkeppni śtgeislunar og nišurstreymis aš ręša eins og ķ dęminu aš ofan. En svo viršist vera sem miklir kuldar ķ hęgum vindi haldist sjaldan viš til lengdar vegna žess aš kalda loftiš er svo fljótt „bśiš“.

Mestra kulda er žvķ aš vęnta į stöšum langt frį sjó žar sem frįrennsli er lķtiš (og helst ekkert). Flatneskjan ķ kringum Möšrudal, Svartįrkot og frosiš Mżvatn er sś sem nęst kemst žessu į žeim stöšvum sem nś eru ķ rekstri. Lķklegt mį žó telja aš kaldasti stašurinn sé ekki fundinn ennžį.

Śtgeislunarhitahvörf eru aš jafnaši mjög žunn og standast ekki vind aš rįši, e.t.v. mętti giska į aš hinn minnsti žrżstivindur blandaši žeim upp. Ašstreymishitahvörf eru dżpri en žaš er ašeins ķ undantekningartilvikum aš engin hitahvörf finnast undir vešrahvörfum. Algengt er hins vegar aš nešstu 1-3 km lofthjśpsins myndi svokallaš kvikulag og hitahvörf séu viš efra borš žess, en męttishiti sé hinn sami ķ žvķ öllu. Kalt loft berst venjulega meš vindi aš landinu ķ lagi sem žessu, žaš telst oftast fremur grunnt. Um leiš og lęgir yfir landinu fer loftiš aš kólna nešanfrį (tapar varmaorku, męttishiti žess lękkar) og śtgeislunarhitahvörf myndast. Jafnframt fer śtgeislunarlagiš aš renna nišur ķ móti og žį dregur žaš loft nišur ķ stašinn sem lendir alveg nišur undir jörš.

Svo lengi sem nišurstreymisloftiš uppruna sinn ķ gamla kvikulaginu veršur hlżnunar af völdum nišurstreymisins lķtiš vart (męttishiti ķ kvikulaginu var žvķnęst hinn sami ķ žvķ öllu), en um leiš og loft ofan hitahvarfanna (žar sem męttishiti er hęrri) nęr til jaršar hlżnar. Eigi kuldi aš haldast er žvķ heppilegt aš kvikulagiš hafi veriš sem žykkast ķ upphafi, sömuleišis er heppilegast aš nišurstreymiš sé sem minnst žannig aš langur tķmi lķši žar til hlżrra loftiš er komiš nišur. Nišurstreymiš er minnst žar sem lķtiš getur lekiš burt af kalda loftinu, en žaš er į flatlendi.

Į hįjöklum landsins getur oršiš mjög kalt ķ hvassvišri og allra fyrst eftir aš lęgir. Į flatneskju og ķ breišvöxnum dęldum į Vatnajökli rennur loft ekki greišlega burtu. Žar gęti žvķ oršiš kaldast į Ķslandi. Sķfelldir kaldir straumar renna nišur skrišjökla og jökulbungur, žeir hlżna hins vegar innręnt ķ nišurstreyminu (um 1°C/100m lękkun) og verša žį jafnvel hlżrri en loftiš į hįsléttunni umhverfis žar sem loft streymir hęgar burt. Žetta hefur sést vel bęši ķ męlingum og ķ vešurlķkönum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Jan. 2019
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nżjustu myndir

 • w-blogg190118a
 • w-blogg190118b
 • w-blogg170119a
 • w-blogg170119b
 • w-blogg160119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (19.1.): 293
 • Sl. sólarhring: 428
 • Sl. viku: 2394
 • Frį upphafi: 1736325

Annaš

 • Innlit ķ dag: 275
 • Innlit sl. viku: 1897
 • Gestir ķ dag: 266
 • IP-tölur ķ dag: 256

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband