Af háloftahringrásinni 25. júní

Við lítum á ástandið í háloftunum um þessar mundir. Myndin sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á miðvikudag, 25. júní - ekki þann 24. eins og hefur misritast í texta myndarinnar.

w-blogg250614a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísland er rétt neðan við miðja mynd. Ítalía ekki fjarri neðra hægra horni og norðurhluti Bandaríkjanna lengst til vinstri. Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam=10 metrar). Því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn sem blæs samsíða jafnhæðarlínunum. Þykktin er sýnd í lit. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mörkin milli grænu og gulu litanna eru við 5460 metra, en síðan er skipt um lit á 60 metra bilum. 

Þar sem liturinn er blár er þykktin minni en 5280 metrar - við viljum ekki sjá neitt þannig á þessum tíma árs. Blái liturinn er nú fyrirferðarminni heldur en yfirleitt er um jónsmessuna - en hann getur aukið útbreiðslu sína aftur. 

Ísland er nú í mjög hagstæðum hæðarhrygg - ekkert kalt loft er nærri. Aftur á móti verður ekkert sérlega létt að hreinsa skýin burt - vindur er úr suðri og verður það víst áfram. Þaðan kemur oftast nægur raki - helst að sólin láti sjá sig fyrir norðan og austan.

Við sjáum að frekar kalt er víðast hvar í Evrópu, hún er hulin grænum lit suður undir miðju. Á þessum árstíma fylgja miklar skúrir gjarnan svölu lofti á þeim slóðum (og öðrum). Aðalhlýindin eru austur í Síberíu og sömuleiðis er mjög hlýtt í norðvestanverðu Kanada.

Aðalkuldapollarnir eru yfir kanadísku heimskautaeyjunum. Sá við Baffinsland er skæður - í sumum spám fáum við afleggjara hingað til lands eftir helgina. Við getum þó enn vonað að við sleppum við það.

Þótt loftið yfir landinu teljist hlýtt virðist engin meiriháttar hitabylgja vera í uppsiglingu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 43
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 441
  • Frá upphafi: 2343354

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband