Kemst enn hlýrra loft til landsins?

Nú er hlýrra loft yfir landinu heldur en hefur verið lengst af í sumar. Hiti hefur verið 17 til 20 stig víða um land. Eiginlega er bara spurning um að losna við skýin. En það er frekar vandasamt svo öllum líki. Vindur þarf helst að standa af landi til að þau hverfi - en þá stendur vindur upp á land á einhverjum öðrum stað sem situr í svölu sjávarloftinu.

Norður- og Austurland hafa notið góðs af hlýja loftinu undanfarna daga - en í dag (laugardaginn 20. júlí) komst hiti yfir 20 stig í Húsafelli sem þar með átti hæsta hita landsins ásamt Upptyppingum - langt inni á öræfum norðaustanlands. Ámóta hlýtt varð líka í Þórsmörk. Listi sem birtist á vef Veðurstofunnar sýndi reyndar enn hærri tölu í Sandbúðum á Sprengisandsleið - en við nánari skoðun reyndist hún vera hluta af langvinnum veikindum stöðvarinnar að undanförnu.

En þykktin yfir landinu í dag var meiri en 5520 metrar. Þykktin er mælikvarði á fyrirferð og þar með hita neðri hluta veðrahvolfs - risastór hitamælir, því bólgnari sem loftið er því hlýrra er það. Við eigum að vera ánægð með allt yfir 5500 (nema auðvitað þeir fáu sem vilja kulda). En spár hallast nú heldur að því að enn hlýni eftir helgina. Ekki er það þó alveg fast í hendi - reikningar eru ekki alltaf réttir. Þetta sést að nokkru á kortinu hér að neðan en það er úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar og sýnir hæð 500 hPa-flatarins (heildregngar línur) og þykktina (rauðar strikalínur) kl. 18 á mánudag 22. júlí.

w-blogg210713a

Rauðar örvar sýna framsókn 5580 metra jafnhæðarlínunnar. Í þessari spásyrpu reiknimiðstöðvarinnar er gert ráð fyrir að hún komist hingað til lands á þriðjudag eða miðvikudag. Við vonum það besta - ekki veitir af að bæta upp lágu tölurnar sem ríkt hafa suðvestanlands að undanförnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.8.): 674
 • Sl. sólarhring: 735
 • Sl. viku: 2782
 • Frá upphafi: 1953608

Annað

 • Innlit í dag: 618
 • Innlit sl. viku: 2448
 • Gestir í dag: 597
 • IP-tölur í dag: 572

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband